Goðasteinn - 01.09.1998, Page 144
Goðasteinn 1998
sett fram minni á stefnu norsku kirkj-
unnar á sama tíma. Það er hafið yfir
allan vafa að á dögum Eysteins erki-
biskups krafðist kirkjan í Noregi yfir-
ráða yfir stöðum og það gerði Arni
biskup nær öld síðar á Islandi. Það er
samt ekki nóg að Oddaverjaþáttur gæti
sagt satt frá, frásögn hans um staðamál
verður aðeins trúað ef sýnt er fram á að
heimildargildi hans sé almennt mikið.
Hér hefur aftur á móti verið sýnt fram á
hið gagnstæða og einnig bent á að
kenningin um þögn ekki aðeins A-
gerðar Þorlákssögu heldur alira annara
samtímaheimilda einnig sé ótrúverðug.
Þó að ekki sé ólíklegt að Eysteinn
hefði óskað þess að Þorlákur fylgdi
sömu stefnu og hann í staðamálum er
vafasamt að Þorlákur hafi haft í frammi
slíkar kröfur af þeim ákafa sem Odda-
verjaþáttur greinir frá. Magnús Stef-
ánsson, einn þeirra sem trúir frásögn
Oddaverjaþáttar um staðamál, viður-
kennir að ekkert hafi gerst: „Þótt [Þor-
lákur] krefðist óskoraðs forræðis fyrir
kirkjum og kirknafé, fylgdi hann því í
reynd ekki fastar fram en svo, að staða
kirkjubænda breyttist ekki að ráði, þótt
hann fengi kröfum sínum framgengt í
orði kveðnu."25 Þetta er hin sagnfræði-
lega staðreynd, á hinn bóginn er Odda-
verjaþáttur soðinn saman að frum-
kvæði Arna Þorlákssonar og lýsir eigin
atferli hans en ekki Þorláks, aðeins er
skipt um nafn á biskupum. Þorlákur er
þar vegna þess að hann er hinn helgi
biskup og mestur stuðningur í honum.
Einnig hefur mátt nýta fæð þeirra Jóns
Loftssonar út af Ragnheiði biskups-
systur til að búa til deilu þeirra um yfir-
ráð yfir Oddastað, áþekkri raunveru-
legri deilu Árna og Oddaverja sem þá
hefur staðið yfir.
Þeir sem trúa hafa viljað Oddaverja-
þætti þrátt fyrir þögn annarra heimilda
hafa helst gripið til bréfs Eysteins erki-
biskups til íslenskra höfðingja frá 1179
eða 1180 þar sem þeir eru hvattir til
hlýðni við „boðorð“ Þorláks biskups.
Þau orð hafa verið túlkuð svo að hér
víki biskup að staðamálum.26 Líklegra
virðist þó að átt sé við skriftaboð Þor-
láks biskups sem varðveist hafa. Sjö
afrit af bréfum erkibiskups til Islend-
inga frá þessum árum eru varðveitt og
er þar fjallað um kirknafrið, vopnaburð
og vígaferli klerka, hórdóm, munaðlífi
og þeir eru áminntir sem taka konur
herfangi.27 Á hinn bóginn eru staðamál
hvergi beinlínis nefnd.
Að lokum: Við höfnum þeirri hug-
mynd að A-gerð Þorlákssögu þegi yfir
einhverju sem síðan sé upplýst í B-gerð
sögunnar og þá einkum Oddaverja-
þætti. Því miður stendur Oddaverja-
þáttur ekki undir því trausti sem honum
hefur verið sýnt, heimildargildi hans
ber að taka með miklum fyrirvara og
þá þarf jafnframt að endurmeta eðli og
umfang staðamála hinna fyrri.
Þær eru oftast kallaðar A og B. A er
talin eldri, rituð um aldamótin 1200 en
B-gerðin yngri. B-gerð er rituð seinna
en 1220 en í rauninni er ekki vitað hve-
nær á 13. öld hún er rituð þó að sterk
rök hnígi til að hún sé e.t.v. frá ofan-
verðri öldinni.
-142-