Goðasteinn - 01.09.1998, Qupperneq 259
ANNÁLAR Goðasteinn 1998 Ýmis félög
gera frumteikningar af hóteli og voru þær
sýndar fundarmönnum. Það kom líka fram
að hretið mikla 9. apríl 1963 hefði næstum
því gengið af félaginu dauðu, því svo
ntikið hefði drepist af plöntum að menn
hefðu misst trúna á að skógrækt gæti yfir-
leitt gengið hér á okkar kalda landi, en nú
sem fyrr töluðu menn kjark hver í annan,
eins og best hefur dugað þegar gefið hefur
á bátinn.
A aðalfundi 1969 kemur fram að upp-
byggingin í Hamragörðum er að komast á
skrið. Búið er að setja upp girðingar á
jörðinni og planta 20 þúsund plöntum ofan
hamra, einnig er rætt um að koma upp
stórri skógræktargirðingu í vestursýslunni.
Jafnframt gat formaður þess að dánargjöf
hefði borist frá Þorsteini Erlendssyni að
upphæð kr. 250 þúsund og var rætt um að
koma upp minningarlundi, sem bæri nafn
þessa merka manns. A þessum fundi
kemur enn upp hugmyndin um að virkja
ungt fólk á skólaaldri til skógræktar og
annarrar landgræðslu. Það er sýnilegt að
rnenn eru að byrja að ná sér eftir áfallið
mikla 9. apríl 1963.
Lægð í starfinu
Næstu árin virðist starfsemin hafa
verið með daufasta móti. Þó eru gróður-
settar um 10 þúsund plöntur árlega og
annarri venjulegri starfsemi haldið áfram
til ársins 1973. Menn halda áfram að velta
fyrir sér skipulagi félagsins og hvernig
hægt sé að gera það sem virkast, meðal
annars er rætt um að taka aftur upp beina
aðild að félaginu til þess að auka tekjur
þess af félagsgjöldum. Reynslan af hreppa-
félögunum var mjög misjöfn, starfið vildi
oft verða lítið og félögin höfðu tilhneig-
ingu til að lognast út af, ef ekki var einhver
með brennandi áhuga í sveitinni.
Það má svo segja að 1973 hafi orðið
þáttaski 1 í félaginu og kom kannski aðal-
lega tvennt til. í fyrsta lagi höfðu menn
aldrei náð sér almennilega eftir áfallið
mikla 1963 og í annan stað var elli kerling
farin að gerast fjölþreifin um gömlu kemp-
una Klemenz Kr. Kristjánsson.
Ekki er að sjá að formlegir fundir
stjórnar eða félagsins hafi verið haldnir frá
1973 til 1981.
Blásið til sóknar
Það var svo 21. maí 1981 að fundur er
haldinn í Hvolnum. Á fundinn mæta full-
trúar félagsins í stjórn Hamragarða, þeir
Árni Sæmundsson, Indriði Indriðason og
Pálmi Eyjólfsson. Úr stjórn félagsins
mættu aðeins Olafur Bergsteinsson og
Daði Sigurðsson. Formaður félagsins
Klemenz Kr. Kristjánsson var þá löngu
látinn og enginn mætti í hans stað, enda
varaformaðurinn látinn á undan Klemenz,
eins og segir í fundargerðinni. Ekki er
annað að sjá en fundarmenn hafi tekið
ástæður fjarveru þeirra félaga fullgildar.
Fyrst og fremst var rætt um málefni
Hamragarða og var málefnið lóð undir
sumarhús Kristínar Erlendsdóttir. Ákveðið
var að halda aðalfund sent allra fyrst.
Aðalfundur er svo haldinn 15. mars
1983 í Hvolnum þar sem mæta fulltrúar frá
Skógræktarfélagi Islands.
Á þessum fundi gera stjórnarmenn
grein fyrir starfi og stöðu félagsins.
Starfsemin hafði verið lítil og fjárhagur
þröngur, af augljósum ástæðum.
Einnig var rætt um Hamragarða, sem
nú sem fyrr er félaginu þungur baggi og
upp eru komnar alvarlegar efasemdir um
ágæti þess að rækta þar skóg. Þar næst er
gengið til kosninga og kom fram tillaga
um nýja stjórn, sem var kjörin einróma en
hana skipuðu: Sigurður Oskarsson, Hellu,
formaður, Daði Sigurðsson, Barkarstöð-
um, Markús Runólfsson, Langagerði,
Sigurvina Samúelsdóttir, Hellu, og Björg
Jónsdóttir, Hvolsvelli. Þar næst var fundi
frestað að ósk formanns svo tími gæfist til
-257-