Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 6

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 6
5 Fordæmalaust! Árið 2020 var ólíkt þeim sem við höfum áður lifað. Skæður flensufaraldur, sem hin svokallað Covid 19 veira veldur, birtist eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Faraldur þessi beiddist út um allan heim með ógnarhraða, enda nútímasamfélagið byggt upp á því að fólk ferðast milli landa bæði vegna vinnu sinnar og sér til skemmtunar. Upptök veirunnar voru, eftir því sem menn best vita, í héraðinu Wuhan í Kína. Þar leggja menn sér til munns alls konar afurðir af dýrum sem við Íslendingar vitum varla deili á og sum þeirra höfum við aldrei séð. Eitt af þessum dýrum er leðurblaka, hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að veirur finnast í þeim sem eru mjög líkar veiru þeirri sem veldur ofangreindri flensu í mönnum. Upplýsingar eru til um ýmiss konar farsóttir bæði á Íslandi og annars staðar. Ekki er langt síðan tveir aðrir veirusjúkdómar sem aldrei náðu til Íslands drógu fólk til dauða víðs vegar í heiminum. Íslendingar kynntust fyrr á öldum Svarta dauða sem gekk yfir Evrópu á 13 öld og fram á þá 14. Talið er að pestin hafi ekki borist til Íslands fyrr en árið 1402 og þá frá Englandi. Sumir segja að allt að því tveir þriðju allra landsmanna hafi dáið í þessari plágu. Almennt er talið að veikindin hafi verið af völdum bakteríu sem breiðst gat út m.a. með rottum. Svo var það spænska veikin, inflúensufaraldur sem barst hingað með skipum frá Kaupmannahöfn og Bandaríkunum í október 1918. Talið er að 484 hafi látist úr spænsku veikinni, veiran sem veikinni olli var stökkbreytt afbrigði af flensustofni sem upphaflega var fuglaflensa. Við sem lifum í dag erum svo lánsöm að í áranna rás hefur læknavísindunum fleygt fram og þegar þetta er ritað hafa mörg lyfjafyrirtæki þróað bóluefni gegn faraldrinum sem enn geisar og bólusetning er víða hafin. Þetta hefur tekist á mun skemmri tíma en áður hefur þekkst, þegar um er að ræða framleiðslu bóluefnis við veirusjúkdómi. Það er kannski best að nota hugtakið fordæmalaust í því samhengi, þar á það betur við en í umræðum um faraldurinn sjálfan. Fordæmi sögunnar um sjúkdóma sem herjað hafa á tegundina Homo sapiens eru nefnilega mörg. Sem betur fer hefur mannskepnan nýtt hluta af viti sínu og þekkingu til að bjarga mannslífum, þó enn sé staðið í minna gáfulegum hlutum eins og stríðsátökum og hryðjuverkum sem valda dauða fjölda fólks í heiminum á ári hverju. Þar sem þetta er seinasta hefti Múlaþings sem ég mun ritstýra vil ég þakka þeim sem ég hef haft samskipti við á þeim tíma er ég hef komið að útgáfu tímaritsins, sérstaklega fyrrum meðritstjórum mínum þeim Arndísi Þorvaldsdóttur og Rannveigu Þórhallsdóttur. Síðast en ekki síst vil ég þakka Jóni Inga Sigurbjörnssyni formanni útgáfustjórnar fyrir að hafa stutt við bakið á mér í þessu starfi þennan lærdómsríka tíma. Nú taka nýir aðilar við útgáfunni, upprisið eða endurvakið Sögufélag Austurlands. Fyrsta hefti Múlaþings var einmitt gefið út af Sögufélagi Austurlands, sem þá var og hét, árið 1966. Má því segja að útgáfa ritsins sé aftur komin heim. Það er von mín að þetta verði gæfuspor og leiði til þess að tímaritið muni lifa sem lengst um ókomin ár. Góðar stundir JGG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.