Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 8

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 8
7 Þ Veröld sem var Glefsur úr sögu símans á Fljótsdalshéraði Arndís Þorvaldsdóttir Það verður ekki annað sagt en að öldin 20. hafi heilsað íbúum Fljótsdalshéraðs með fyrirheit um betri tíð og framfarir í takt við nýja tíma. Haustið 1905 var vígð brú yfir Lagarfljót, rúmlega 300 metra mannvirki sem í áratugi var lengsta brú landsins. Og það var stutt stórra högga á milli í framfara- málunum. Fyrir sunnan tókust menn á um hvaða leið skyldi valin í tengingu landsins við Evrópu. Vildu sumir loftskeytasamband en aðrir sæsímastreng sem skyldi lagður um Færeyjar frá Hjaltlandseyjum. Hafði lagn- ing sæsíma vinninginn og þann 21. ágúst 1905 var samþykkt á Alþingi frumvarp um ritsímalagningu til Íslands og símalagningu frá Austfjörðum til Reykjavíkur. Snemma vors 1906 hófu fjölmennir vinnuflokkar á vegum hins Mikla norræna ritsímafélags að leggja línuna. Var sú vinna langt komin þegar kapalskipið Cambria kom um miðjan ágúst með sæstrenginn til Seyðisfjarðar. Línulögnin frá Seyðisfirði til Reykjavíkur var á sínum tíma mikið tæknilegt afrek. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika stóðust allar tímaáætlanir og þann 29. september 1906 var Landsími Íslands í Reykjavík vígður og opnaður til almenningsnota. Víst er að fyrsta símstöðin sem opnuð var í dreifbýli var sett niður á Egilsstöðum á Völlum. Þann 15. september var greint frá því í bæjarblaðinu Austra á Seyðisfirði að Forberg landsímastjóri og Gísli J. Ólafsson símritari ætli að ferðast um landið og kenna fólki á talsímastöðvunum að nota talsímann og þekkja merki hverrar stöðvar. Víst er að starf þeirra hófst á Egilsstöðum og haft er eftir Sveini Jónssyni síðar bónda, sem þá var um fermingu, að fyrsta símtalið milli staða á hinni nýlögðu línu hafi verið á milli móður hans Margrétar Pétursdóttur og stöðvarstjór- ans á Seyðisfirði. Fór það fram á dönsku og fylgir sögunni að húsfreyjan hafi verið uppábúin í peysufötum. Næsta símstöð sem var opnuð á línunni var sett niður á Foss- völlum en þaðan lá línan yfir Smjörvatnsheiði til Vopnafjarðar. Næstu áratugina þokaðist símalögnin afar hægt um landið og lauk ekki fyrr en árið 1929 þegar hringnum var loksins lokað. Að sama skapi gekk hægt að leggja síma um sveitir landsins og var komið fram á 6. áratuginn þegar því verki lauk. Sjálfsagt hafa mörg ljón verið í veginum. Á tímabilinu geisuðu tvær heimstyrjaldir sem örugglega hafa skapað vanda við efnisöflun. Erfiðleikar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.