Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 11
10
Múlaþing
að pósthús var líka á staðnum, hafði síminn
aðstöðu í þeim hluta hússins þar sem matar-
gestir Gistihússins setjast nú að snæðingi.
Ekki var þó um nein salarkynni að ræða. Inn
af inngangi var lítil biðstofa, síðan tvö lítil
herbergi, í öðru þeirra símstöðin en í hinu
svolítil skrifstofa þar sem símstöðvarstjórinn
vann við bókhald sem alltaf var töluvert í
kringum starfsemina. Þegar mikill póstur barst
eins og t.d. fyrir jólin minnist Margrét þess að
úr póstpokunum var hvolft á gólfið í borðstofu
foreldra hennar og pósturinn síðan flokkaður
þar. Fór Margrét ung að hjálpa til og telur
að hún hafi lært að lesa við það að stafa sig
fram úr nöfnum á bréfum og bögglum. Faðir
hennar Pétur Jónsson sá um póstflutninga frá
Reyðarfirði og póstdreifingu upp í Fljótsdal
og Fell. Öllum þessum erli í kringum póst og
síma á heimilinu fylgdi mikill gestagangur og
margir komu langan veg. Þótti húsfreyjunni
Elínu Stephensen ekki tiltökumál að leggja
aukadisk á borð jafnvel á aðfangadagskvöld.
Samkvæmt ritinu Íslenskar talsímakonur
er Sigríður fyrsta símakonan á Héraði. Þar
má líka sjá að um miðjan 5. áratuginn voru
umsvifin orðin svo mikil að ráðin var síma-
stúlka á sumrin. Komu nokkrar stúlkur þar
við sögu, m.a. Soffía Erlendsdóttir sem átti
eftir að eiga sitt ævistarf á símstöðinni eins
og Margrét Pétursdóttir sem þegar hefur verið
nefnd. Sigríður var fíngerð kona sem jafnan
gekk í íslenskum búningi. Kom hún að mörgu
auk starfsins hjá Pósti og síma. Var liðtæk í
félagsmálum, sá um veðurathuganir, annaðist
skrúðgarð og skrapp þess á milli á hestbak.
Símstöðvarnar á Egilsstöðum og Foss-
völlum munu fyrsta áratuginn aðallega hafa
gegnt hlutverki eftirlitsstöðva. Eftirlit með
línunum höfðu bændur eða húskarlar. Mikil
og erfið vinna fólst í viðhaldi á símalínum
sem vildu fara illa í rysjóttu veðurfari, ekki
síst á fjöllum. Algengustu bilanir voru t.d.
að vírar slitnuðu eða slöknuðu vegna ísingar,
staurar skekktust eða brotnuðu og kúlur fóru
forgörðum. Þótti Smjörvatnsheiði sem liggur
á milli Héraðs og Vopnafjarðar illvígust. Fór
svo að eftir nærfellt 10 ára stríð við krapaél
og storma að línan var færð yfir á Hellisheiði.
Á Fljótsdalshéraði var byrjað að byggja
upp dreifikerfi símans 1918 og komið á fót
svokölluðum þriðja flokks símstöðvum sem
voru opnar tvo tíma á dag. Oftast voru stöðv-
arnar settar niður á bæjum sem voru vel í sveit
settir, á prests- eða læknissetrum, eða þar sem
oddvitar eða hreppsstjórar réðu húsum.
Það gat verið ónæðissamt að sjá um sveita-
stöð, því oft þurfti að sinna brýnum erindum
utan hins fasta afgreiðslutíma þegar veikindi
eða slys bar að höndum. Gestagangur var líka
Veggsímarnir á fyrstu áratugunum í sögu símans voru
glæsigripir. Hér rifjar Ari Björnsson upp gamla takta, en
tengdamóðir hans Björg Jónsdóttir hafði umsjón með
símstöðinni á Jaðri. Myndin er tekin á iðnsýningu á
Egilsstöðum 1985. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn
Austurlands, mynd úr safni Austra.