Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Qupperneq 11

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Qupperneq 11
10 Múlaþing að pósthús var líka á staðnum, hafði síminn aðstöðu í þeim hluta hússins þar sem matar- gestir Gistihússins setjast nú að snæðingi. Ekki var þó um nein salarkynni að ræða. Inn af inngangi var lítil biðstofa, síðan tvö lítil herbergi, í öðru þeirra símstöðin en í hinu svolítil skrifstofa þar sem símstöðvarstjórinn vann við bókhald sem alltaf var töluvert í kringum starfsemina. Þegar mikill póstur barst eins og t.d. fyrir jólin minnist Margrét þess að úr póstpokunum var hvolft á gólfið í borðstofu foreldra hennar og pósturinn síðan flokkaður þar. Fór Margrét ung að hjálpa til og telur að hún hafi lært að lesa við það að stafa sig fram úr nöfnum á bréfum og bögglum. Faðir hennar Pétur Jónsson sá um póstflutninga frá Reyðarfirði og póstdreifingu upp í Fljótsdal og Fell. Öllum þessum erli í kringum póst og síma á heimilinu fylgdi mikill gestagangur og margir komu langan veg. Þótti húsfreyjunni Elínu Stephensen ekki tiltökumál að leggja aukadisk á borð jafnvel á aðfangadagskvöld. Samkvæmt ritinu Íslenskar talsímakonur er Sigríður fyrsta símakonan á Héraði. Þar má líka sjá að um miðjan 5. áratuginn voru umsvifin orðin svo mikil að ráðin var síma- stúlka á sumrin. Komu nokkrar stúlkur þar við sögu, m.a. Soffía Erlendsdóttir sem átti eftir að eiga sitt ævistarf á símstöðinni eins og Margrét Pétursdóttir sem þegar hefur verið nefnd. Sigríður var fíngerð kona sem jafnan gekk í íslenskum búningi. Kom hún að mörgu auk starfsins hjá Pósti og síma. Var liðtæk í félagsmálum, sá um veðurathuganir, annaðist skrúðgarð og skrapp þess á milli á hestbak. Símstöðvarnar á Egilsstöðum og Foss- völlum munu fyrsta áratuginn aðallega hafa gegnt hlutverki eftirlitsstöðva. Eftirlit með línunum höfðu bændur eða húskarlar. Mikil og erfið vinna fólst í viðhaldi á símalínum sem vildu fara illa í rysjóttu veðurfari, ekki síst á fjöllum. Algengustu bilanir voru t.d. að vírar slitnuðu eða slöknuðu vegna ísingar, staurar skekktust eða brotnuðu og kúlur fóru forgörðum. Þótti Smjörvatnsheiði sem liggur á milli Héraðs og Vopnafjarðar illvígust. Fór svo að eftir nærfellt 10 ára stríð við krapaél og storma að línan var færð yfir á Hellisheiði. Á Fljótsdalshéraði var byrjað að byggja upp dreifikerfi símans 1918 og komið á fót svokölluðum þriðja flokks símstöðvum sem voru opnar tvo tíma á dag. Oftast voru stöðv- arnar settar niður á bæjum sem voru vel í sveit settir, á prests- eða læknissetrum, eða þar sem oddvitar eða hreppsstjórar réðu húsum. Það gat verið ónæðissamt að sjá um sveita- stöð, því oft þurfti að sinna brýnum erindum utan hins fasta afgreiðslutíma þegar veikindi eða slys bar að höndum. Gestagangur var líka Veggsímarnir á fyrstu áratugunum í sögu símans voru glæsigripir. Hér rifjar Ari Björnsson upp gamla takta, en tengdamóðir hans Björg Jónsdóttir hafði umsjón með símstöðinni á Jaðri. Myndin er tekin á iðnsýningu á Egilsstöðum 1985. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands, mynd úr safni Austra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.