Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 17

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 17
16 Múlaþing við að svara miðstöðinni sem þjónaði þorpinu og Valla- og Fellahreppi. Ég komst fljótlega að því að ráðlegging símstöðvarstjórans um að leggja númerin á minnið var ekki út í hött. Nær undantekning var að viðskiptavinirnir báðu um símanúmer. Heldur var það nafn á viðkomandi húsi eða persónu og þá á stundum gælunafn eða viðurnefni sem þýddi að síma- stúlkur urðu að vera með á nótunum og vita hver átti hvaða númer og hvert skyldi hringja þegar beðið var um Tehúsið eða Gagaríns magasín svo dæmi séu nefnd. Öll símanúmer þorpsins voru tengd mið- stöðinni og línur notaðar til að koma á sam- bandi milli viðkomandi síma. Oftast var mikill handagangur í öskjunni og óteljandi þau skipti sem símastúlkan sagði „miðstöð og gjörðu svo vel“ á vaktinni sinni. Á álagstímum var unnið á þremur borðum. Ein stúlkan sá um miðstöðina. Önnur þjónust- aði sveitastöðvarnar, Akureyri og plássin niður á Fjörðum. Sú þriðja annaðist „boxið“ og línur sem tengdar voru símstöðinni í Reykjavík. Viðskiptavinir sem komu á símstöðina til að hringja voru afgreiddir í svokölluðu boxi. Þar var stundum mikið að gera. Ferðamenn komu til að hringja og sveitafólkið notaði gjarnan tækifærið þegar að það var í kaup- stað til að reka sín persónulegu símaerindi og sleppa þannig við að hálf sveitin lægi á línunni. Það er erfitt fyrir fólk sem í dag hefur ígildi heillar símstöðvar og gott betur í snjall- símunum sínum að gera sér í hugarlund hvernig símaafgreiðsla fór fram á þessum tíma. Þegar hringt var á milli landshluta þurfti símtalið á stundum að fara á milli nokkurra stöðva og voru þá símtölin oft pöntuð með nokkrum fyrirvara. Þegar ná þurfti í fjarlæga staði gat komið sér vel að hafa alist upp í öðrum landshluta. Einhverju sinni kom bóndi á stöðina í þeim erindum að ná í sveitabæ á Vesturlandi með það í huga að útvega sér skoskan fjár- hund. Ljóst var að símtalið yrði að fara í gegnum fleiri en eina stöð og hófust nú miklar bollaleggingar á milli bónda og stúlkunnar sem afgreiddi í boxinu þann daginn hvaða leið skyldi fara. Þóttist ég nú öllum hnútum kunnug „Vestlendingurinn“ og benti á sím- stöðina á Brú í Hrútafirði. Er ekki að orðlengja það að símtalið var afgreitt fljótt og vel, en því má við bæta að í hvert skipti sem fundum okkar bónda bar saman eftir þetta, heilsaði hann mér með virktum óverðskuldað og sagði: „já, mikið varstu nú snjöll þegar þú útvegaðir mér hund- inn“. Símaafgreiðslunni fylgdi töluverð skrif- finnska. Allar pantanir voru skráðar og kvittað fyrir afgreidd símtöl. Fyrir öll símtöl sem fóru á milli símstöðva voru gerðir reikningar og var gjaldið viss upphæð fyrir hvert viðtalsbil sem var þrjár mínútur. Setti símastúlkan í gang gjaldmæli við upphaf símtals og kallaði inn viðtalsbil með þriggja mínúta millibili. Upphæðin var síðan reiknuð saman og bætt við kvaðningargjaldi ef beðið var um ákveðna persónu. Þá þurfti að handskrifa öll skeyti, m.a. heillaskeyti sem oft voru mörg þegar fermingar voru eða einhver sveitarstólpinn átti stórafmæli. Þangað komu fréttirnar oft fyrst Í starfi símastúlkunnar fólust mikil mannleg samskipti og á minni stöðum þótti sjálfsagt að hringja á símstöðina og spyrja frétta, enda starfið þannig vaxið að þangað bárust frétt- irnar oft fyrst. Það þótti til dæmis eðlilegt mál fyrir 40 árum að hringja á símstöðina á Egilsstöðum og spyrja hver væri dáinn ef flaggað var í hálfa stöng og einnig að leita frétta ef slys urðu. Það fór heldur ekki hjá því að símastúlka sem vann á símstöð fyrir daga sjálfvirkninnar varð margs vísari bæði óvart og viljandi. Þá var nefnilega hægt að hlusta á símtöl fólks og voru símastúkur látnar undirrita blað þar sem þær gengust undir það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.