Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 19
18
Múlaþing
Símastúlkur að störfum. Erla Jónasdóttir til vinstri og Þorbjörg Bergsteinsdóttir til hægri. Báðar unnu lungann
úr starfsævinni á símstöðinni á Egilsstöðum. Síðustu árin við þjónustu á landsvísu, þar sem þær svöruðu þegar
hringt var í 03 og 118. Eigandi myndar: Ljósmyndasafn Austurlands. Ljósmyndari: Margrét Pétursdóttir.
nóttu. Oftast var það Vilhjálmur bóndi sem sá
um að taka veðrið. Hann var ekki með neinar
málalengingar sagði bara 089 og við tengdum
hann beint við ritsímann á Seyðisfirði. Einnig
notuðu trillukarlar niðri á Fjörðum þjónustu
símans og létu okkur vekja sig.
Ein næturvakt er mér sérstaklega minnis-
stæð. Það var rétt upp úr miðnætti þann 23.
janúar 1973 að starfsmaður Ritsímans á
Seyðisfirði hringdi og bað mig um að ræsa út
starfsmenn Endurvarpsstöðvarinnar á Eiðum,
en til þeirra var beint samband, og biðja þá um
að ræsa stöðina og þar með útvarpið því hafið
væri eldgos í Vestmannaeyjum. Sjálfur sagðist
hann ætla að hlaupa niður á höfn og tilkynna
þetta í varðskip sem þar lá við bryggju. Þetta
var undarleg nótt sem leið hægt. Ég hugsaði
stöðugt um hvernig fólkinu í Vestmanna-
eyjum reiddi af, en forðaðist að nota símann
og spyrja frétta, vegna þess að á fyrstu árum
sjálfvirkninnar gat álag á símanum orðið til
þess að ekkert samband náðist og vildi ég
síst verða til þess að auka það. Það var því
ekki fyrr en ég kom heim um morguninn að
ég heyrði í útvarpinu um gang mála í Eyjum.
Veröld sem var
Eftir að síminn varð sjálfvirkur fækkaði síma-
stúlkum hratt og segja má að stéttin hafi nú
heyrt sögunni til í áratugi. Eftir lifir minn-
ingin um konur sem áttu sinn þátt í að greiða
fyrir samskiptum manna á milli, konur sem
með ljúfu viðmóti sínu gerðu mörgum vinnu-
daginn auðveldari og síðast en ekki síst, konur
sem í mörgum minni samfélögum lifa enn í
minningu fólks sem sérstakir og minnisstæðir
persónuleikar órjúfanlega tengdar vinnustað
sínum símstöðinni.
Lungann úr 20. öldinni voru símastaurar
og símalínur sjálfsagður hluti af umhverfi
okkar. Oft var þessum mannvirkjum fylgt
þegar leiðir manna lágu yfir heiðar, eða land