Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Qupperneq 24

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Qupperneq 24
23 „Já, já Guttormur minn“ Þegar sá bræðranna sem fylgdi okkur upp og sagði hverjir komnir voru: séra Þórarinn og Þórarinn kandidat, tilvonandi eftirmaður hans á Valþjófsstað, brá glampa fyrir í hálf- brostnum augunum. Eftir að okkur hefur verið boðið sæti fer sá sem með okkur var niður úr baðstofunni, hefur vafalaust ekki viljað trufla skriftamál deyjandi föður, úr því að skrifta- faðirinn, presturinn, var mættur, og tilvonandi sálusorgari sóknarmanna. Svo sem áður greinir brá fyrir glampa í augum hins deyjandi manns, er hann heyrði hverjir komnir voru, sennilega þó aðeins hver kominn var – séra Þórarinn. Smátt og smátt fer að færast roði í vangana, og með undraverðum krafti er Guttormur risinn upp á olnbogann. Með hinni hendinni seilist hann undir kodda og dregur þar út troðinn hrútskylli með neftóbaki og býður presti í nefið. „Já, já Guttormur minn“ segir prestur, „ég held ég hafi aldrei gert það, aldrei“. „Gott af því“, segir Guttormur, veikri röddu, varla heyran- legri. Prestur fær sér nokkur korn og sýgur upp í nefið, en þá setur að honum óstöðvandi hnerra. Faðir minn hnerraði allra manna hæst þá sjaldan hann hnerraði, og í þetta sinn var hnerrinn svo hár og óstöðvandi að allt virtist leika á reiðiskjálfi, ekki síst baðstofuloftið, veikbyggt og timburklætt. Um andlit Guttorms léku brosviprur, og hóf hann nú samræður við prest, og öllu sem Guttormur segir ansar prestur: „Já, já Guttormur minn.“ Séra Þórarinn krosslagði jafnan fætur er hann sat og vingsaði þá gjarnan hnjánum, og þeim mun örar sem geði hans var meira ofboðið, og í þetta sinn jókst skjálfta- hraðinn því meir sem Guttormur færðist í aukana við að færa skoðanir sóknarprests síns í rétta átt. Þegar Guttormur heyrir hversu undanláts- samur prestur er orðinn, færist hann í aukana, hálf sest upp, er nú orðinn rjóður í framan og fær sér duglega í nefið. Komið er við í gömlu pólitíkinni og samvinnuverslunarfarganinu. „Já, já Guttormur minn“, segir prestur í sífellu. Þá er komið að Framsóknarflokknum og köppum hans, Jónasi og Tryggva, og sparar Guttormur þeim hvergi skammirnar. Og enn segir prestur, „Já, já Guttormur minn“. Þá er það í lok magnaðra ádeilu- og bríxlyrða að Guttormur klykkir út með þessum orðum: „Já, þessir helvítis framsóknarmenn, það þyrfti að skera hausinn af þeim öllum saman og spýta í strjúpann á þeim“. Í þeim töluðum orðum hneig hann á koddann. Nú sagði prestur ekki „já, já Guttormur minn,“ heldur stóð upp og kvaddi í snatri og skundaði ofan stigann. Þegar sonur hans kvaddi nokkru síðar virtist Guttormur hnig- inn í sama öngvitið sem á honum var, er við gengum í baðstofuna. Nokkrum vikum síðar var Guttormur allur – hann dó 21/12 1928 – og í upphafi næsta árs gekk prestur úr Framsóknarflokknum og í Sjálfstæðisflokkinn. Honum ofbauð árásir Jónasar frá Hriflu á þá gömlu vini hans og bekkjarbræður, Jóhann Jóhannesson og Pál Einarsson hæstaréttardómara. Mér var skrifað andlát Guttorms, og það fylgdi andlátsfréttinni að prestur hefði flutt eftir hann ágætis ræðu. Tölvusett eftir eiginhandarriti Þórarins skóla- stjóra á Eiðum í Héraðsskjalasafni Austfirðinga á Egilsstöðum vorið 2005. Handritið er í safni endurminninga, er hann kallar „Sópdyngju I-II“ (A6/338-12-13). Samkvæmt formála var byrjað á handritinu í febrúar 1984. Hann var þá um áttrætt og lést ári síðar. Orðalagi var hnikað til á fáeinum stöðum og bætt við orðum er sýnilega höfðu fallið niður hjá höfundi. Annars þarf ekki um ritverk Þórarins að bæta, þau eru yfirleitt ágætlega stíluð og ósjaldan lituð af góðlátlegri gamansemi, eins og þessi þáttur er gott dæmi um. Skal hér vísað í bók hans: „Horft til liðinna stunda“ (Örn og Örlygur, 1981), en þar er mörg gullkorn að finna úr penna hans. H.Hall.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.