Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 26

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 26
25 ár og síðan á Hámundarstöðum 33 ár, til dauðadags 1863. Þegar hann kom í Vopnafjörð var Jón Sveinsson, síðari maður ömmu hans, lifandi í Syðri-Vík, dó 1833. Jónatan faðir minn, sonur Þorgíms bjó eftir hann á Hámundarstöðum. Hann var vel minn- ugur. Hann sagði söguna um fráfall Gunnlaugs á Brú, svo að ég heyrði og varð hún mér mjög minnisstæð og hygg ég, að ég muni hana alveg rétta, eins og hann sagði hana. Og með því að hann var vel minnugur, mun hann hafa munað hana eins og hann heyrði hana. Hefir hann að líkindum heyrt föður sinn segja hana. Annars var stöðugt frændsemisband við Hákonarstaða- menn, og er líklegt að sagan um Gunnlaug hafi stundum borið á góma í viðræðum manna. Af því, sem nú hefir verið sagt, má sjá, að skilyrðin eru góð fyrir því, að sagan um fráfall Gunnlaugs hafi borist nokkurn veginn rétt alla leið til mín frá dögum Péturs Jónssonar á Skjöldólfsstöðum, er hreppstjóri var á Jökuldal, þá er Gunnlaugur dó. Skal nú sagan sögð, eins og ég hefi heyrt hana. Í fimta tugi 18. aldar bjó sá bóndi á Brú á Jökuldal, er Árni hét Jónsson. Hann átti son þann er Gunnlaugur hét. Var hann mannvænlegur maður og hraustmenni, svo að kallaður var hann tveggja maki. Hann var skrautgjarn og barst nokkuð á. Ekki er víst, hvort hann hefur þá haft bú á móti föður sínum eða ekki, en fénað mun hann hafa átt nokkurn. Þó munu þeir feðgar hafa verið efnalitlir. Þá bjó á Eiríksstöðum, næsta bæ fyrir utan Brú, Þorkell Þorsteinsson, af ætt Þorsteins jökuls, góður bóndi, kominn þá á sjötugsaldur. Elsta dóttir hans hét Solveig og var þá um tvítugt og hin efnilegasta. Gunnlaugur á Brú og Solveig feldu hugi saman og kom þar, að þau hétu hvort öðru eiginorði og unnust mjög. En er Þorkell varð þess vís, féll honum það illa, og neitaði, að sá ráðahagur tækist. Þótti honum Gunnlaugur of mikill á lofti, og bjóst eigi við, að hann mundi reynast jafnmikill maður eins og hann vildi sýnast. En slíkir menn voru honum eigi að skapi. Þó gat hann eigi hindrað ástir þeirra Gunnlaugs og dóttur sinnar. Þá var engin bygð í Hrefnkelsdal. Sá dalur gengur í suður frá Jökulsá gagnvart Brú, og er þar ágætt beitiland. Á rann eftir dalnum, er kölluð hefir verið Hrafnkela, og fellur í Jökulsá nokkuð fyrir norðan Brú. Gunnlaugur hélt fé þeirra feðga til beitar í Hrafnkelsdal á vetrum og mun hafa þótt þar beitarsælla en á Brú. Var Jökulsá ekki til hindrunar, er hún var orðin ísi lögð, enda er „dráttur“ á henni skamt frá bænum á Brú. Höfðu þeir feðgar hús í dalnum, er fénu var haldið að. Féð mun annars hafa gengið þar mjög sjálfala. Gunnlaugur gekk til þess jafnan, er þurfa þótti. Það var eitt sinn á jólaföstu, að Gunnlaugur kom heim að Brú frá fé sínu seint á kvöldi. Stóð þá maður úti á Brú. Gunnlaugur kastar kveðju á hann og spyr, hvort nokkuð sé tíðinda. Maðurinn kvað það eigi vera, nema það, að Solveig á Eiríksstöðum sé þar komin og hafi eitthvert erindi, sem hún vilji engum segja, nema honum einum. Gunnlaugur gekk til baðstofu og kastaði kveðju á fólkið. Solveig sat þar inni og fagnar hún vel Gunnlaugi. Settist hann hjá henni og tóku þau tal saman. Spurði hún hann um fjárgeymsluna í dalnum Lét hann vel yfir henni og kvaðst láta féð liggja við opið fyrst og fremst til jóla, ef tíð leyfði. Ekki lét hún uppi neitt ákveðið erindi við hann. Spurði hann þá loks, hvort hún ætti ekkert sérstakt erindi við sig; kvað menn hafa sagt sér, að svo væri. Hún kvað það satt vera, en hann skyldi fyrst taka mat sinn. Hann gerði það. Síðan tóku þau aftur tal saman. Kvaðst þá Solveig hafa draum að segja honum, er sig hefði dreymt og snerti hann mjög. Gunnlaugur kvaðst lítið mark taka á draumum, en heyra mætti hann þó draum hennar. Solveig sagði þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.