Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 28

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 28
27 Enn um ófreskjurnar á Jökuldal fara þessir hnappastrákar.“ Það var títt um þá menn, er á þeim tímum vildu búast vel að klæðnaði, að hafa glæsta hnappa á fötum sínum„ og mun Gunnlaugur hafa verið í þeirra tölu. í Þingbók Múlaþings 1759 sést, að sýslmaður hefir verið að krefja gamlar skuldir fyrir kaupmenn. Þá leitar hann meðal annars eftir skuld Gunnlaugs Árnasonar á Brú frá 1750 að upphæð 1 hundrað á lands vísu 64 1/2 alin. Þar segir svo um þessa skuld: „Hann (Gunnlaugur) undirréttast sálaður fyrir nokkrum árum, sömuleiðis faðir hans, sem eftir hann hafði nokkurn lítinn arf tekið, og þar eftir flutt sig í miðpart sýslunnar hvar hann ogsvo skyldi burtkallast hafa og hans eftirlátin börn ei vera í nokkrum vændum þessa skuld að geta betalað, hvar fyrir hún með þeim óvissu innfærist.“ Á sama stað stendur um Árna Jónsson á Brú, föður Gunnlaug að hann hafi skuldað 1748,35 áln. Hann sé dáinn og skuldin fallin eins og skuld Gunnlaugs. Af þessu sést að þeir hafa báðir verið á Brú, feðgar, þegar Gunnlaugur dó. Hafi Gunnlaugur dáið á jólaföstu 1749, var eðlilegt að skuld hans væri krafin fyrst 1750. Árni mun verið hafa sonur Jóns sterka á Brú Guttormssonar á Brú, er kominn var af Þorsteini jökli. Jón er kominn að Brekku í Fljótsdal 1703 til Eiríks sonar síns, 72 ára gamall. Þar er þá Árni sonur hans með öðrum yngri börnum Jón(s) 14 ára gamall. Árni giftist í Þingmúla 1716 Snjófríði Magnúsdóttur frá Geitdal. Börn þeirra voru Ólöf, fædd 1717, kona Jóns pampfíls, móðir Hermanns í Firði og systkina hans, Sólrún, fædd 1718, kona Sigmundar í Geitdal og síðar Sigurðar Einarssonar í Geítdal; er þaðan Geitdalsætt; og Gunnlaugur, fæddur 1724, sá, er hér hefir verið sagt frá. Solveig unnusta Gunnlaugs, giftist um 1754 Einari Jónssyni frá Görðum í Fljótsdal, Högnasonar í Görðum, Oddsonar, launsonar Árna prests Þorvarðssonar í Vallanesi. Þau bjuggu á Eiríksstöðum alla stund góðu búi og áttu 12 börn. Þau sem upp komust og kunnugt er um voru: Þorkell bóndi á Eiríksstöðum, faðir Gunnlaugs, er þar bjó, Guðrúnar konu Jóhannesar í Fjallsseli og Solveigar konu Jóns yngra Þorsteinssonar á Melum; Guðmundur, er lengi bjó á Brú, barnlaus; Einar, er einnig bjó á Brú, faðir Einars á Brú, föður Stefáns í Möðrudal; Kristín fyrri kona Sigvalda Eiríkssonar í Hafrafellstungu hins fyrra og Gunnlaugur, er dó ókvæntur og barnlaus á Skjöldólfsstöðum 1786. Er fjöldi manna kominn frá Solveigu. Síðasti kafli þessa þáttar er hafður eftir Einari prófasti Jónssyni á Hofi, og einnig það sem sagt er um forfeður mína í fyrsta kafla að því er snertir ártöl og dvalarstaði þeirra. Búastöðum í Vopnafirði 12. október 1925 Árni Jónatansson. Grein þessi var áður birt í tímaritinu Lögbergi 38. árg. 50. tbl. fimmtudaginn 10. desember 1925, bls. 15. Í Múlaþingi 42 sem kom út árið 2016 slæddust inn tvær villur í myndatextum í grein- inni Heindýraveiðar haustin 1955 og 1956 eftir Sævar Sigbjarnarson frá Rauðholti. Í myndatexta á bls. 134 er Friðrik á Hóli sagður Sigurðsson en hið rétta er að hann var Stefánsson. Í myndatexta á bls. 135 er Jón á Bessastöðum sagður Jónasson en hið rétta er að hann var Jónsson. Þakka Helga Hallgrímssyni fyrir þessa ábendingu. Ritstjóri. Leiðrétting
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.