Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Qupperneq 28
27
Enn um ófreskjurnar á Jökuldal
fara þessir hnappastrákar.“ Það var títt um þá menn, er á þeim tímum vildu búast vel að
klæðnaði, að hafa glæsta hnappa á fötum sínum„ og mun Gunnlaugur hafa verið í þeirra tölu.
í Þingbók Múlaþings 1759 sést, að sýslmaður hefir verið að krefja gamlar skuldir fyrir
kaupmenn. Þá leitar hann meðal annars eftir skuld Gunnlaugs Árnasonar á Brú frá 1750 að
upphæð 1 hundrað á lands vísu 64 1/2 alin. Þar segir svo um þessa skuld: „Hann (Gunnlaugur)
undirréttast sálaður fyrir nokkrum árum, sömuleiðis faðir hans, sem eftir hann hafði nokkurn
lítinn arf tekið, og þar eftir flutt sig í miðpart sýslunnar hvar hann ogsvo skyldi burtkallast
hafa og hans eftirlátin börn ei vera í nokkrum vændum þessa skuld að geta betalað, hvar fyrir
hún með þeim óvissu innfærist.“
Á sama stað stendur um Árna Jónsson á Brú, föður Gunnlaug að hann hafi skuldað 1748,35
áln. Hann sé dáinn og skuldin fallin eins og skuld Gunnlaugs.
Af þessu sést að þeir hafa báðir verið á Brú, feðgar, þegar Gunnlaugur dó. Hafi Gunnlaugur
dáið á jólaföstu 1749, var eðlilegt að skuld hans væri krafin fyrst 1750.
Árni mun verið hafa sonur Jóns sterka á Brú Guttormssonar á Brú, er kominn var af Þorsteini
jökli. Jón er kominn að Brekku í Fljótsdal 1703 til Eiríks sonar síns, 72 ára gamall. Þar er þá
Árni sonur hans með öðrum yngri börnum Jón(s) 14 ára gamall. Árni giftist í Þingmúla 1716
Snjófríði Magnúsdóttur frá Geitdal. Börn þeirra voru Ólöf, fædd 1717, kona Jóns pampfíls,
móðir Hermanns í Firði og systkina hans, Sólrún, fædd 1718, kona Sigmundar í Geitdal og
síðar Sigurðar Einarssonar í Geítdal; er þaðan Geitdalsætt; og Gunnlaugur, fæddur 1724, sá,
er hér hefir verið sagt frá.
Solveig unnusta Gunnlaugs, giftist um 1754 Einari Jónssyni frá Görðum í Fljótsdal,
Högnasonar í Görðum, Oddsonar, launsonar Árna prests Þorvarðssonar í Vallanesi. Þau bjuggu
á Eiríksstöðum alla stund góðu búi og áttu 12 börn. Þau sem upp komust og kunnugt er um
voru: Þorkell bóndi á Eiríksstöðum, faðir Gunnlaugs, er þar bjó, Guðrúnar konu Jóhannesar
í Fjallsseli og Solveigar konu Jóns yngra Þorsteinssonar á Melum; Guðmundur, er lengi bjó á
Brú, barnlaus; Einar, er einnig bjó á Brú, faðir Einars á Brú, föður Stefáns í Möðrudal; Kristín
fyrri kona Sigvalda Eiríkssonar í Hafrafellstungu hins fyrra og Gunnlaugur, er dó ókvæntur
og barnlaus á Skjöldólfsstöðum 1786. Er fjöldi manna kominn frá Solveigu.
Síðasti kafli þessa þáttar er hafður eftir Einari prófasti Jónssyni á Hofi, og einnig það sem
sagt er um forfeður mína í fyrsta kafla að því er snertir ártöl og dvalarstaði þeirra.
Búastöðum í Vopnafirði 12. október 1925
Árni Jónatansson.
Grein þessi var áður birt í tímaritinu Lögbergi 38. árg. 50. tbl. fimmtudaginn 10. desember 1925, bls. 15.
Í Múlaþingi 42 sem kom út árið 2016 slæddust inn tvær villur í myndatextum í grein-
inni Heindýraveiðar haustin 1955 og 1956 eftir Sævar Sigbjarnarson frá Rauðholti. Í
myndatexta á bls. 134 er Friðrik á Hóli sagður Sigurðsson en hið rétta er að hann var
Stefánsson. Í myndatexta á bls. 135 er Jón á Bessastöðum sagður Jónasson en hið rétta
er að hann var Jónsson. Þakka Helga Hallgrímssyni fyrir þessa ábendingu.
Ritstjóri.
Leiðrétting