Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 32

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 32
31 Vísnakver dregið í dagsljós til Péturs Guðjohnsen í Vopnafirði, 1885.“ „Vísan Á alþingi að sitja mér aldrei var hent“, er úr bréfi til Júlíusar Hafstein amtmanns. Þorsteinn flutti frá Danmörku til heimalandsins 1896 og settist að á Seyðisfirði, þá þjóðkunnugt skáld. Páll Ólafsson bjó að kalla í næsta nágrenni, í Nesi í Loðmundarfirði og átti margar ferðir á Seyðisfjörð. Þorsteinn verður vinur skáldsins við fyrstu samfundi. Öll hin fögru, ómþýðu ljóð Páls er skipuðu honum í röð þjóðskálda voru þá ort. Hann sótti þá enn fram í sterkum, áhrifamiklum ljóðum þar sem hann tjáði hug sinn allan. Honum hefur verið það mikils virði að eignast sálufélaga í Þorsteini. Báðir áttu þeir áþekk ljóð að mýkt og fegurð og frjálshyggja Þorsteins hefur ekki verið andstæð Páli. Gott dæmi þess er ein vísna hans í kverinu: Djöflatrúin deyr nú senn, drjúgum farin að hnjóta, þó eru ennþá merkismenn sem mæla henni allt til bóta. Í þessum samskiptum yrkir hann ljóð sem hann nefnir Trúarjátning: Þorsteins trúna þríf ég stundum, þó er ég ætíð skynsamastur, en þegar ég tala á þjóðarfundum, þá er ég ætíð vanafastur. Ef að ég er uppi í sveitum, eða svana á förnum vegi, í kvennafari og kolluleitum, kenni ég sitt á hverjum degi. Ef ég er til reiði reittur og reiðin snýst svo upp í gaman, verð svo hræddur, hryggur, þreyttur, hringla ég öllum trúnum saman. Hug sinn til Þorsteins tjáir hann í ljóðinu, Til Þorsteins Erlingssonar: Vertu hjartans velkominn, vina bestur minna. Engan þráir muni minn meira en þig að finna. Þegar ég ber hausinn hallt, horfinn öllum vinum, mér þú varst í öllu allt, engum líkur hinum. Hjarta þitt er hlýtt og gott, hafnar öllu táli, opinskátt og segir satt, svona hefur þú reynst Páli. Tvö samstæð erindi í kverinu kynnu að vera tengd samfundum þeirra Þorsteins og Páls er þeir áttu orðið heimili í Reykjavík: Nú þarf ekki að byggja bæ, bara lítinn kofa, afskekktan, sem í ég fæ eilíflega að sofa. Þar ég skyldi, Þorsteinn kær, þiggja í bóli mínu, eina vísu, eða tvær, innst úr hjarta þínu. Það bar heim að Þorsteinn flutti aldamótaárið 1900 til Reykjavíkur og Páll og Ragnhildur fluttu frá Nesi norður að Presthólum í Norður - Þingeyjarsýslu til sr. Halldórs Björnssonar bróður Ragnhildar. Þorsteinn átti skamma dvöl vestur á Bíldudal en árið 1902 flutti hann til Reykjavíkur og bjó sér þar fagurt menningarheimili með sinni ágætu eiginkonu, Guðrúnu J. Erlings. Guðrún var frá Kotlaugum í Hrunamannahreppi og var 20 árum yngri en Þorsteinn. Hann segir í vasakverinu skemmtilega frá því hversu sterklega Guðrún tók svari hans, honum að öllu ókunn nema frá ljóðalestri, hún þá um fermingu „þegar var verið að skíta mig eitthvað út.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.