Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Qupperneq 48
47
Hrakingssaga Stuðlabræðra
ekki við að væri á leiðinni, en það var dálítið
kletthorn.
„Nú förum við ekki lengra nema við getum
áttað okkur betur,“ sagði Valdór. „Það er betra
að vera hér en að fara meira afvega, en ekki
munum við vera langt frá skarðinu.“ Tekur
hann síðan af sér baggann, og segir Jónasi
að vera kyrr um. „Ætla ég,“ sagði hann „að
skygnast í kring og vita hvort ég get ekki
glöggvað mig betur á umhverfinu, eða fundið
blett, sem ég þekki mig á, en ekki mun ég fara
lengra en að ég heyri þín.“
Drífan var nú svo þétt að Valdóri fannst
eins og hanm væri staddur í dæld, þó hann
fyndi á fætinum þvert hallaði.
Við og við kallaði hann till Jónasar, og eftir
fimm eða tíu mínútur var hann kominn aftur,
og þá orðinn þess vísari að þeir voru staddir
á hjalla, en ekki vissi hann fyrir víst hvar þeir
voru. „Við skulum nú flytja okkur,“ segir hann
við Jónas, „viðlíka langt og ég gekk.“
Þeir gerðu það nú, og fór Valdór aftur að
kanna nágrennið, en þó ekki lengra en að hann
heyrði til Jónasar. En Jónas stóð á meðan og
hoppaði i snjónum eða barði sér, en var þó ekki
kalt, því það var hér um bil frostlaust. Valdór
kom nú aftur og fluttu þeir sig til, jafnlangt
og hann hafði farið.
Þrisvar fór Valdór og þrisvar fluttu þeir sig,
en engu voru þeir nær um það hvar þeir voru.
„Nú fer ég ekki lengra,“ segir Valdór, „það er
betra að vera hér í nótt en að halda lengra út í
villur, því hættur eru hér á heiðinni, ef maður
fer afvega.“ Þóttist hann vita að þeir væru í
brúnunum við Hróarsdalsskarð, því hefðu þeir
farið rétt, hefðu þeir komið að standberginu
milli Hróarsdalsskarðs og Mjóskjónaskarðs.
Ekki þótti Valdóri samt fullreynt nema
hann færi eina för upp brekkuna og gerir nú
það. Tók hann, með sér staf Jónasar og heldur
þangað sem hann heyrir vel til hans og stingur
stafnum þar niður í gaddinn og bindur á hann
rauðan vasaklút. Kallar Valdór nú til Jónasar,
að ef hann lengi eftir sér, skuli hann færa sig
að stafnum og kalla þaðan til sín. Heldur hann
nú áfram og finnur hann að brekkan eykst
mikið. Kallar hann nú til Jónasar að flytja sig
að stafnum; heyrir Jónas það, en Valdór bíður
þar, sem hann var kominn, þar til Jónas segist
vera hjá stafnum.
Heldur Valdór nú enn upp brekkuna og er
hún þá orðin svo brött og svo hörð, að hann er
farinn að renna til með fótinn, en lausamjöllin
var í hné. Fór honum þá ekki að lítast á, óttast
að hann setti snjóinn af stað og hætti þvi við
að fara lengra.
Kallar hann nú til Jónasar hvort hann standi
í sama stað og biður hann flytja sig nokkuð
til hliðar, því nú haldi hann niður eftir aftur.
Snjóflóð
En þegar hann er búinn að fara 3 til 4 skref
niður á við, bregðast honum fætur og alt af
stað, maður og mjöll. Hrópar Valdór til Jónasar
að hafa augun með sér, því snjórinn sé farinn
af stað með sig.
Valdóri virtist í fyrstu sem að lítil ferð
væri á sér og snjónum, en það var ekki nema
augnablik, því svo vissi hann ekkert hvað
skeði fyrr en hann kom fótunum fyrir sig og
reis upp. Var hann þá staddur á hjallabrún
nokkurri, og hafði snjóflóðið skilið hann þar
eftir, sennilega af þvi að hanm hafði af tilviljun
lent í brún þess, endilangur, miðað við áttina,
sem snjóflóðið hreyfðist í. Ekkert vissi Valdór
af sér þann tíma, sem hann var í snjóflóðinu.
enda hefir það ekki verið löng stund, og ekkert
vissi hann hvert hann var kominn er hann stóð
upp þarna á hjallanum. Fór hann nú að kalla, en
enginn tók undir. Ekki hafði hann meitt sig, og
fór hann nú að athuga hvað breitt snjófljóðið
var, og sá þá, að það hafði að eins verið 4-5
faðma á breidd, þarna sem hann haft sig út úr
því. Hugsar hann nú að hann verði að reyna
að klóra sig upp aftur, en fljótt varð svo bratt,
að varla var stætt.