Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 48

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 48
47 Hrakingssaga Stuðlabræðra ekki við að væri á leiðinni, en það var dálítið kletthorn. „Nú förum við ekki lengra nema við getum áttað okkur betur,“ sagði Valdór. „Það er betra að vera hér en að fara meira afvega, en ekki munum við vera langt frá skarðinu.“ Tekur hann síðan af sér baggann, og segir Jónasi að vera kyrr um. „Ætla ég,“ sagði hann „að skygnast í kring og vita hvort ég get ekki glöggvað mig betur á umhverfinu, eða fundið blett, sem ég þekki mig á, en ekki mun ég fara lengra en að ég heyri þín.“ Drífan var nú svo þétt að Valdóri fannst eins og hanm væri staddur í dæld, þó hann fyndi á fætinum þvert hallaði. Við og við kallaði hann till Jónasar, og eftir fimm eða tíu mínútur var hann kominn aftur, og þá orðinn þess vísari að þeir voru staddir á hjalla, en ekki vissi hann fyrir víst hvar þeir voru. „Við skulum nú flytja okkur,“ segir hann við Jónas, „viðlíka langt og ég gekk.“ Þeir gerðu það nú, og fór Valdór aftur að kanna nágrennið, en þó ekki lengra en að hann heyrði til Jónasar. En Jónas stóð á meðan og hoppaði i snjónum eða barði sér, en var þó ekki kalt, því það var hér um bil frostlaust. Valdór kom nú aftur og fluttu þeir sig til, jafnlangt og hann hafði farið. Þrisvar fór Valdór og þrisvar fluttu þeir sig, en engu voru þeir nær um það hvar þeir voru. „Nú fer ég ekki lengra,“ segir Valdór, „það er betra að vera hér í nótt en að halda lengra út í villur, því hættur eru hér á heiðinni, ef maður fer afvega.“ Þóttist hann vita að þeir væru í brúnunum við Hróarsdalsskarð, því hefðu þeir farið rétt, hefðu þeir komið að standberginu milli Hróarsdalsskarðs og Mjóskjónaskarðs. Ekki þótti Valdóri samt fullreynt nema hann færi eina för upp brekkuna og gerir nú það. Tók hann, með sér staf Jónasar og heldur þangað sem hann heyrir vel til hans og stingur stafnum þar niður í gaddinn og bindur á hann rauðan vasaklút. Kallar Valdór nú til Jónasar, að ef hann lengi eftir sér, skuli hann færa sig að stafnum og kalla þaðan til sín. Heldur hann nú áfram og finnur hann að brekkan eykst mikið. Kallar hann nú til Jónasar að flytja sig að stafnum; heyrir Jónas það, en Valdór bíður þar, sem hann var kominn, þar til Jónas segist vera hjá stafnum. Heldur Valdór nú enn upp brekkuna og er hún þá orðin svo brött og svo hörð, að hann er farinn að renna til með fótinn, en lausamjöllin var í hné. Fór honum þá ekki að lítast á, óttast að hann setti snjóinn af stað og hætti þvi við að fara lengra. Kallar hann nú til Jónasar hvort hann standi í sama stað og biður hann flytja sig nokkuð til hliðar, því nú haldi hann niður eftir aftur. Snjóflóð En þegar hann er búinn að fara 3 til 4 skref niður á við, bregðast honum fætur og alt af stað, maður og mjöll. Hrópar Valdór til Jónasar að hafa augun með sér, því snjórinn sé farinn af stað með sig. Valdóri virtist í fyrstu sem að lítil ferð væri á sér og snjónum, en það var ekki nema augnablik, því svo vissi hann ekkert hvað skeði fyrr en hann kom fótunum fyrir sig og reis upp. Var hann þá staddur á hjallabrún nokkurri, og hafði snjóflóðið skilið hann þar eftir, sennilega af þvi að hanm hafði af tilviljun lent í brún þess, endilangur, miðað við áttina, sem snjóflóðið hreyfðist í. Ekkert vissi Valdór af sér þann tíma, sem hann var í snjóflóðinu. enda hefir það ekki verið löng stund, og ekkert vissi hann hvert hann var kominn er hann stóð upp þarna á hjallanum. Fór hann nú að kalla, en enginn tók undir. Ekki hafði hann meitt sig, og fór hann nú að athuga hvað breitt snjófljóðið var, og sá þá, að það hafði að eins verið 4-5 faðma á breidd, þarna sem hann haft sig út úr því. Hugsar hann nú að hann verði að reyna að klóra sig upp aftur, en fljótt varð svo bratt, að varla var stætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.