Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 49
48
Múlaþing
Tók hann þá af sér skóna og fór meira á
fjórum fótum en tveimur, og sóttist nú betur
en hann í fyrst hugði.
Eftir nokkurn tíma heyrir hann að Jónas
er að kalla; hrópaði hann þá aftur, til þess að
láta hann vita að hann væri lifandi. Þarf enga
skýringu á því hve feginn Jónas var að heyra
aftur til bróður síns, því hann bjóst við því
versta. „Ertu enn á sama stað?“ Kallaði Valdór,
og kvað Jónas já við því.
Settist Valdór nú niður, en Jónas kom niður
brekkuna á móti honum. Hafði snjóflóðið farið
rétt fram hjá þar, sem Jónas stóð en ekki hafði
hann getað greint Valdór í því. Valdór spurði
nú Jónas hvort hann vissi hvar pokinn væri og
bjóst hann við því að geta fundið hann, enda
fundu þeir hann eftir skamma leit. Fengu þeir
sér nú aftur bita, sína kökuna hvor. Kom þeim
bræðrum saman um, að ekki væri um annað
að velja en hafa sig hæga meðan snjódimman
væri, og ekki væri vert að eiga á hættu að lenda
í fleirum snjóflóðum.
Litu þeir nú á klukkuna er þeir höfðu snætt,
og var hún hálf fjögur. Settust þeir nú undir
klettanös og undu allvel hag sínum. Þóttust
þeir vissir um að þeim þyrfti ekki að líða
illa, því þeir höfðu nægar vistir. Þeir voru
reyndar búnir með tvær kökur hvor og áttu
ekki eftir nema tvær, en í pokanum var töluvert
af kringlum, sætu kexi, sykri og fleiru af því
tægi, er átti að færa kunningjunum hinumegin
við heiðina. Ekki óttuðust þeir heldur svo mjög
kulda, voru vel búnir, í þrennum sokkum með
þykkum spjörum í leðurskóm, tveimur vað-
málsbuxum, en að ofan í peysu, prjónuðum
bol, milliskyrtu, vesti, millifatapeysu, treyju
og gráum regnfrökkum yst fata.
Jónas Pétur Bóasson bóndi á Stuðlum og Bakka í
Reyðarfirði. F.1891 – D.1960. Eigandi myndar: Ólafía
Herborg Jóhannsdóttir.
Jónas Pétur Bóasson fæddist að Borgargerði, Reyðarfirði 18. maí 1891, d. 27. febrúar 1960. For-
eldrar hans voru hin alkunnu merkishjón Sigurbjörg Halldórsdóttir og Bóas Bóasson. Ættir beggja
foreldra eru stórar og alkunnar og verða því ekki raktar hér. Jónas ólst upp á hinu merka heimili
foreldra sinna í hópi 11 systkina. Þegar Jónas var 8 ára gamall fluttu foreldrar hans að Stuðlum í
sömu sveit og ólst hann þar upp. Fljótt kom það í ljós, hve Jónas hneigðist að öllu er að landbúnaði
lét, að rækta og fegra jörðina var ein hans æðsta hugsjón.
Það má og betur sanna á því, að ungur að aldri sigldi hann til Danmerkur til frekara náms í öllu
því, er að landbúnaði lét. Þar dvaldi hann í 3 ár á landbúnaðarháskóla og mun hann hafa notið þar
þeirrar menntunar, er hann síðar mun hafa búið vel að. Árið 1913 kom hann heim frá Danmörku
og þá til foreldra sinna að Stuðlum, þá 22 ára gamall. Foreldrar hans og Stuðlaheimilið í heild fékk
þá að njóta hans þekkingar og starfskrafta óskertra, um nokkurra ára skeið, eða þar til árið 1916,
að hann giftist konu sinni Valgerði Bjarnadóttur frá Seljateigshjáleigu í Reyðarfirði
ÓHJ