Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 49

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 49
48 Múlaþing Tók hann þá af sér skóna og fór meira á fjórum fótum en tveimur, og sóttist nú betur en hann í fyrst hugði. Eftir nokkurn tíma heyrir hann að Jónas er að kalla; hrópaði hann þá aftur, til þess að láta hann vita að hann væri lifandi. Þarf enga skýringu á því hve feginn Jónas var að heyra aftur til bróður síns, því hann bjóst við því versta. „Ertu enn á sama stað?“ Kallaði Valdór, og kvað Jónas já við því. Settist Valdór nú niður, en Jónas kom niður brekkuna á móti honum. Hafði snjóflóðið farið rétt fram hjá þar, sem Jónas stóð en ekki hafði hann getað greint Valdór í því. Valdór spurði nú Jónas hvort hann vissi hvar pokinn væri og bjóst hann við því að geta fundið hann, enda fundu þeir hann eftir skamma leit. Fengu þeir sér nú aftur bita, sína kökuna hvor. Kom þeim bræðrum saman um, að ekki væri um annað að velja en hafa sig hæga meðan snjódimman væri, og ekki væri vert að eiga á hættu að lenda í fleirum snjóflóðum. Litu þeir nú á klukkuna er þeir höfðu snætt, og var hún hálf fjögur. Settust þeir nú undir klettanös og undu allvel hag sínum. Þóttust þeir vissir um að þeim þyrfti ekki að líða illa, því þeir höfðu nægar vistir. Þeir voru reyndar búnir með tvær kökur hvor og áttu ekki eftir nema tvær, en í pokanum var töluvert af kringlum, sætu kexi, sykri og fleiru af því tægi, er átti að færa kunningjunum hinumegin við heiðina. Ekki óttuðust þeir heldur svo mjög kulda, voru vel búnir, í þrennum sokkum með þykkum spjörum í leðurskóm, tveimur vað- málsbuxum, en að ofan í peysu, prjónuðum bol, milliskyrtu, vesti, millifatapeysu, treyju og gráum regnfrökkum yst fata. Jónas Pétur Bóasson bóndi á Stuðlum og Bakka í Reyðarfirði. F.1891 – D.1960. Eigandi myndar: Ólafía Herborg Jóhannsdóttir. Jónas Pétur Bóasson fæddist að Borgargerði, Reyðarfirði 18. maí 1891, d. 27. febrúar 1960. For- eldrar hans voru hin alkunnu merkishjón Sigurbjörg Halldórsdóttir og Bóas Bóasson. Ættir beggja foreldra eru stórar og alkunnar og verða því ekki raktar hér. Jónas ólst upp á hinu merka heimili foreldra sinna í hópi 11 systkina. Þegar Jónas var 8 ára gamall fluttu foreldrar hans að Stuðlum í sömu sveit og ólst hann þar upp. Fljótt kom það í ljós, hve Jónas hneigðist að öllu er að landbúnaði lét, að rækta og fegra jörðina var ein hans æðsta hugsjón. Það má og betur sanna á því, að ungur að aldri sigldi hann til Danmerkur til frekara náms í öllu því, er að landbúnaði lét. Þar dvaldi hann í 3 ár á landbúnaðarháskóla og mun hann hafa notið þar þeirrar menntunar, er hann síðar mun hafa búið vel að. Árið 1913 kom hann heim frá Danmörku og þá til foreldra sinna að Stuðlum, þá 22 ára gamall. Foreldrar hans og Stuðlaheimilið í heild fékk þá að njóta hans þekkingar og starfskrafta óskertra, um nokkurra ára skeið, eða þar til árið 1916, að hann giftist konu sinni Valgerði Bjarnadóttur frá Seljateigshjáleigu í Reyðarfirði ÓHJ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.