Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 50

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 50
49 Hrakingssaga Stuðlabræðra Þeir höfðu skinnhúfur með loðnri bryddingu og tvenna vettlinga. Ætluðu þeir að vera þarna þar til fannkomunni létti, þó ekki yrði það, fyrr en næsta dag. Fóru þeir nú að hlaða sér byrgi úr snjó- hnausum, er þeir stungu með stöfum sínum. Þegar þeir voru nýbyrjaðir á því verki tók að syngja og hvína í fjöllunum. Hafði verið blæjalogn fram að þessu, en nú þóttust þeir vita að hann væri að hvessa og að hann myndi eitthvað birta, að minnsta kosti meðan hann væri að skifta um veðrin. Það varð og orð að sönnu, því um leið fór hann smella kisum fram af klettinum. Kom þeim þá saman um að tæp- lega mundi þurfa að halda áfram með byrgið, því hann myndi áreiðanlega hvessa og birta. Það hvessir Nokkrum mínútum eftir að kisurnar byrjuðu, bráðhvessti, án þess þó að veðurhæðin væri þá strax mjög mikil. Gerði skafheiðríkt um leið og hvessti, og leit út fyrir að frysta mundi. Sáu þeir nú til fjalla; voru þeir staddir í egginni rétt norðan vert við skarðið. Bjuggu þeir sig nú í snatri til ferðar og skelltu sér niður skarðið, en er þeir komu þar, var hann orðinn svo hvass að þeir rétt höfðu á móti og sáu þeir því ekki annað fært en að demba sér beint niður í Hróarsdal, í stað þess að fara út og ofan brúnirnar, sem vanalega er farið og er styttra, en í slíku roki var fráleitt stætt þar. Eftir að komið var niður fyrir efstu brekk- una við skarðið, beygðu þeir braut sína og héldu beint ofan fjallið. Stóð þá vindurinn, sem var norðvestan, beint á hægri hlið og var tæplega stætt, þó á jafnsléttu hefði verið, og alls ekki þegar verstu rokhviðurnar rak á. En hér var töluverður halli og var því á þessari leið meira skriðið en gengið, og þurfti því að sæta lagi, að komast blett af bletti, yfir svellbrðar fannirnar, milli verstu rokhviðanna. Yfir sumar fannirnar þurfti Valdór að selflytja pokann og piltinn, og gekk þetta því allt mjög seint, þó að niður í móti væri að fara. Eftir langa mæðu komust þeir niður í Hróarsdal og voru þeir þá úr allri hættu. Voru þeir lítið meiddir, nema Valdór á öðru hnénu, en illa til reika eftir skammbyljina, voru buxur annars rifnar og ekki nema 2 til 3 hnappar á hvorum frakka. Voru þeir nú búnir að vera 12 tíma á ferðinni því klukkan var 7 að kvöldi þegar þeir komu niður í dalinn. Héldu þeir nú niður eftir dalnum, og voru hálfan annan tíma að Þor- valdsstöðum, því ekki var farið hratt, en færðin var þó orðin ágæt, allur snjór fokinn saman í stóra skafla. En það er talið vera klukkutíma gangur alla leið úr skarðinu niður að Þor- valdsstöðum þegar bjart er og færi sæmilegt. Fólkið á Þorvaldsstöðum var ekki farið að hátta, og varð meira en hissa að sjá menn koma af Gagnheiði þennan dag. Var þeim bræðrum tekið ágætlega eins og siður var á þeim bæ. Var þeim fylgt þaðan á hestum og gerði Sigurður bóndi það. Náðu þeir rétt háttum á Hlíðarenda, en þangað var ferðinni heitið. Höfðu þeir aðeins tveggja nátta og eins dags viðdvöl í Breiðdal, þó áformið væri að dvelja lengur, því þeir vissu að foreldrum þeirra mundi líða illa að vita ekki um afdrif þeirra. Fengu þeir beinfæri yfir heiðina aftur, nema á milli skarðanna, þar var botnleysa. Var heiðríkja og 8 - 9 stiga frost. Sáu þeir sporaslóð sína í gaddinum og barmana af snjó- fóðinu, og hvar það hafði stöðvast. Hafði það farið alveg ofan í dalskvompuna, farið fram af hengiflugum og hefði sá ekki þurft meira, sem hefði orðið að fylgja því eftir alla leið. Ólafía Herborg Jóhannsdóttir sendi þessa grein inn til birtingar. Valdór Bóasson var afi hennar. Grein þessi birtist áður í tímaritinu Reykvíkingi, 1. árg. 19.tbl. (04.10.1928) og þá undir heitinu: Gagnheiði. Ekki er vitað um höfund. Stafsetning og málfar er látið halda sér frá upprunalegri útgáfu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.