Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 50
49
Hrakingssaga Stuðlabræðra
Þeir höfðu skinnhúfur með loðnri
bryddingu og tvenna vettlinga. Ætluðu þeir
að vera þarna þar til fannkomunni létti, þó
ekki yrði það, fyrr en næsta dag.
Fóru þeir nú að hlaða sér byrgi úr snjó-
hnausum, er þeir stungu með stöfum sínum.
Þegar þeir voru nýbyrjaðir á því verki tók
að syngja og hvína í fjöllunum. Hafði verið
blæjalogn fram að þessu, en nú þóttust þeir
vita að hann væri að hvessa og að hann myndi
eitthvað birta, að minnsta kosti meðan hann
væri að skifta um veðrin. Það varð og orð að
sönnu, því um leið fór hann smella kisum fram
af klettinum. Kom þeim þá saman um að tæp-
lega mundi þurfa að halda áfram með byrgið,
því hann myndi áreiðanlega hvessa og birta.
Það hvessir
Nokkrum mínútum eftir að kisurnar byrjuðu,
bráðhvessti, án þess þó að veðurhæðin væri
þá strax mjög mikil. Gerði skafheiðríkt um
leið og hvessti, og leit út fyrir að frysta mundi.
Sáu þeir nú til fjalla; voru þeir staddir í
egginni rétt norðan vert við skarðið. Bjuggu
þeir sig nú í snatri til ferðar og skelltu sér
niður skarðið, en er þeir komu þar, var hann
orðinn svo hvass að þeir rétt höfðu á móti og
sáu þeir því ekki annað fært en að demba sér
beint niður í Hróarsdal, í stað þess að fara út
og ofan brúnirnar, sem vanalega er farið og
er styttra, en í slíku roki var fráleitt stætt þar.
Eftir að komið var niður fyrir efstu brekk-
una við skarðið, beygðu þeir braut sína og
héldu beint ofan fjallið. Stóð þá vindurinn,
sem var norðvestan, beint á hægri hlið og var
tæplega stætt, þó á jafnsléttu hefði verið, og
alls ekki þegar verstu rokhviðurnar rak á. En
hér var töluverður halli og var því á þessari leið
meira skriðið en gengið, og þurfti því að sæta
lagi, að komast blett af bletti, yfir svellbrðar
fannirnar, milli verstu rokhviðanna. Yfir sumar
fannirnar þurfti Valdór að selflytja pokann og
piltinn, og gekk þetta því allt mjög seint, þó
að niður í móti væri að fara.
Eftir langa mæðu komust þeir niður í
Hróarsdal og voru þeir þá úr allri hættu. Voru
þeir lítið meiddir, nema Valdór á öðru hnénu,
en illa til reika eftir skammbyljina, voru buxur
annars rifnar og ekki nema 2 til 3 hnappar á
hvorum frakka.
Voru þeir nú búnir að vera 12 tíma á
ferðinni því klukkan var 7 að kvöldi þegar þeir
komu niður í dalinn. Héldu þeir nú niður eftir
dalnum, og voru hálfan annan tíma að Þor-
valdsstöðum, því ekki var farið hratt, en færðin
var þó orðin ágæt, allur snjór fokinn saman í
stóra skafla. En það er talið vera klukkutíma
gangur alla leið úr skarðinu niður að Þor-
valdsstöðum þegar bjart er og færi sæmilegt.
Fólkið á Þorvaldsstöðum var ekki farið að
hátta, og varð meira en hissa að sjá menn koma
af Gagnheiði þennan dag. Var þeim bræðrum
tekið ágætlega eins og siður var á þeim bæ. Var
þeim fylgt þaðan á hestum og gerði Sigurður
bóndi það. Náðu þeir rétt háttum á Hlíðarenda,
en þangað var ferðinni heitið.
Höfðu þeir aðeins tveggja nátta og eins
dags viðdvöl í Breiðdal, þó áformið væri að
dvelja lengur, því þeir vissu að foreldrum
þeirra mundi líða illa að vita ekki um afdrif
þeirra.
Fengu þeir beinfæri yfir heiðina aftur,
nema á milli skarðanna, þar var botnleysa.
Var heiðríkja og 8 - 9 stiga frost. Sáu þeir
sporaslóð sína í gaddinum og barmana af snjó-
fóðinu, og hvar það hafði stöðvast. Hafði það
farið alveg ofan í dalskvompuna, farið fram
af hengiflugum og hefði sá ekki þurft meira,
sem hefði orðið að fylgja því eftir alla leið.
Ólafía Herborg Jóhannsdóttir sendi þessa grein inn til birtingar. Valdór Bóasson var afi hennar.
Grein þessi birtist áður í tímaritinu Reykvíkingi, 1. árg. 19.tbl. (04.10.1928) og þá undir heitinu:
Gagnheiði. Ekki er vitað um höfund. Stafsetning og málfar er látið halda sér frá upprunalegri útgáfu.