Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 57

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 57
56 Múlaþing 1850 kvað þannig til húsbónda síns, Hallgríms Helgasonar á Geirólfsstöðum1: Einhverntíma ef ég hími enn í vetur kolahrímótt kerling getur kveðið Grími ljóðin betur. Fáum árum eftir að Helgi giftist Margréti missti hann heilsuna og varð óvinnufær. Hann lifði þó í tvo áratugi eftir það og dó þann 18. ágúst 1869. Margrét var mjög metnaðarfull og hafði sett sér há markmið og vildi búa ríkmannlega. Veikindi Helga voru Margréti þungur kross að bera og hún bar þetta með þolinmæði eins og annað sem yfir hana gekk. Þau Helgi og Margrét eignuðust átta börn og komust sjö til fullorðinsára. Börnin voru: Bergþóra á Geirólfsstöðum, Einar á Þorbrandsstöðum, Ólöf í Skógagerði, Hallgrímur á Birnufelli, Gunnar á Rjúpnafelli, Gísli á Egilsstöðum (Vopnafirði) og Guðrún Helga á Akureyri. Sonur þeirra á níunda ári, Sigurður að nafni drukknaði í bæjarlæknum á Geirólfsstöðum (Helgi Hallgrímsson, 1994). Hvernig var heimilislífið á Geir- ólfsstöðum? Bergþóra vildi varðveita minningar um hið daglega líf á Geirólfstöðum og heldur frásögn sinni áfram. Margrét var mikil hannyrðakona og var fróðari í ættfræði og sögu en flestir hennar samtíðarmenn á héraði. Börnin voru mörg á heimilinu þar sem rokkarnir gengu og tóskapur var mikill. Margrét var hin mesta spunakona. Hún spann 5 hespur af uppistöðu á dag. Hún var yfir höfuð óvanalega hagsýn og fljótvirk athafnakona í öllu, stjórn og fasi. 1 Í Húsfreyjunni (1968) er sagt að Guðný kvað til Hallgríms Helgasonar árið 1850 en það er líklega misritun þar sem enginn með því nafni var búsettur á Geirólfsstöðum á þeim tíma. Heim- ild: http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=344630&pa- geId=5398367&lang=is&q=Geirólfsstöðum Allan útsaum lærði hún hjá gáfu og merk- iskonunni Sigríði Brynjólfsdóttur á Þorvalds- stöðum. Hún lærði af Guðlaugu í Vallanesi að lita allskonar útlenda liti og fékk hún hjá Guð- laugu litunarpott úr látúni og forskriftir. Lærði hún að setja upp silkikvenhatta og nýmóðins karlmannahúfur. Drengirnir lærðu á kvöldin og skrifuðu og lásu. Margrét las á kvöldin ýmsan fróðleik. Menn kváðu rímur, kvæða- menn og kunningjar Margrétar. Margt af því var að mati Bergþóru svokallað umferðarfólk. Margrét var góðhjörtuð og hjálpfús. Til er saga af henni þar sem hún fór í jarðaför fátæks bónda sem haldin var í Hofskirkju. Þegar athöfninni lauk fór allt fólk burt úr kirkju- garðinum og heim á staðinn nema ekkjan. Hún settist hjá leiðinu og grét sáran. Margrét fór ekki með fólkinu og gáði að vesalings ekkjunni. Hún talaði við hana og smokraði hún sér úr millipilsinu og gaf henni. Hún hafði ekkert annað handbært til að afhenda henni og fór heim á Geirólfsstaði án millipilsins. Eftir að Helgi eiginmaður hennar lést kynntist hún Túliníus sem var vinur hennar meðan þau lifðu. Einhvern tímann eftir fráfall Helga skall á stórskaðaveður og missti hún mest allt féð. Túliníus tók við búsýslu með Margréti. Verkaskipting var á hreinu og nefndi Bergþóra ágætt dæmi um verkaskiptingu. Hún sjálf hlóð taðinu, hún og Ólöf bundu upp á hey hestana og drengir slógu. Gísli sem þá var 7 ára passaði ærnar á Hálsinum. Heima var yngsta systirin Guðrún að hjálpa til. Gunnar var fjósamaðurinn 11 ára, Gísli og Hallgrímur voru fjármenn (Helgi Hallgrímsson, 1994). Bergþóra lýsir hörðum vetri: „Sumarið þegar faðir minn dó, 16. ágúst 1869, var voða tíð og grasleysi, snjóblotar og snjóhríðar oftast upp úr Höfuðdegi. Við vorum miðkurlið úr dögunum á engjum, var rakað í fangaflekk, ekki bundið heim. Svo herti á snjónum og frostinu á hverri nóttu. Þetta hey var síðast ekið heima
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.