Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Qupperneq 58

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Qupperneq 58
57 Saga Guðrúnar Helgu Finnsdóttur frá Geirólfsstöðum í Skriðdal á sleða með skalfjárnuðum hesti, sett á háhólana og var síðar um haustið, í norðan veðrum sem komu, farið með poka að tutla utan úr drílonum og fleyja inn í heystæðin. Enn síðast fór alt í veður og vind, - fauk. Þá varð hún að lóga, bæði af heyjum og í skuldir, sem kallaðar voru og prísar þá voðalegir, meir en hún í raun mátti til að halda áfram búskap. Þetta vissi fólk og notfærði sér. Bóndi norður í Fljótsdal vildi fá við hana jarðaskipti… Það kom aldrei í hug móður okkar, að hætta búskap með því að efnahagur hennar, þrátt fyrir hörð ár, fór batnandi uppfrá fyrsta erfiða árinu“ (Helgi Hallgrímsson, 1994). Vorið eftir að Helgi eiginmaður Margrétar lést voru öll grjónin búin. Margrét hafði verið dugleg að gefa fólki grjón sem leituðu til hennar. Hún sagði að guð myndi senda björg og að skipið færi að koma. Um sumarmál kom mikill stormur og rigning þannig að það var alautt. Sendi hún börnin upp á Hálsinn fyrir ofan Geirólfsstaði til að sækja fjallagrös. Farið var þrjár ferðir og var í kjölfarið nóg að borða af góðri grasamjólk. Síðan kom snjórinn strax aftur og ekki hægt að taka grös fyrr en komið var fram á sumar. Hún sagði börnunum að guð hefði fært þeim þessa björg og launað það sem hún gladdi aumingjana um páskana með fáein pund af grjónum í lummur og grautinn. Þegar ærnar voru að bera voru alltaf ábrystir á morgnana en grasamjólk á kvöldin og var það góð og holl fæða að mati Bergþóru. Á veturna voru saumuð föt, brjósthlífar, húfur, treflar, handstúkur og ýmis útsaumur unninn. Þessar vörur voru seldar og komu pantanir að mestu leyti úr fjörðunum. Þau höfðu varla við að búa til þessar vörur og þá helst kvenhatt- ana. Á vorin fór Margrét með þennan farm niður á Reyðarfjörð og Fáskrúðsfjörð. Hún kom til baka með klyfjaða hestana (sem voru þrír til fjórir) með hinn besta afla, rikling, skyrmorkinn hákarl og beinfeiti. Þegar efnahagur batnaði byggði Margrét sér háa og bjarta baðstofu, gluggar voru stórir og margir. Sumum nágrönnum hennar þótti nóg um og héldu að hún væri að byggja kirkju. Hún skipti sér ekki af þessháttar tali (Helgi Hallgrímsson, 1994). Lýsing Bergþóru á inn- kaupum Margrétar sýna vel hversu klár hún var í reikningi: „Við til hennar (baðstofunnar) keypti hún hjá Túliníusi. Eiríkur á Karlsskála var viðskiptamaður hennar, hún fóðraði fyrir hann um skeið 10 – 12 lömb. Jæja Eiríkur lánar mömmu fyrir alla undirviði til bað- stofunnar. Þau eru svo stödd á Eskifirði, að taka út og kaupa trjáviðinn og Túliníus sjálfur að afhenda. Nú þurfti að mæla og reikna út viðinn upp á kr. Þau standa hjá trjáhlaðanum öll þrjú Eiríkur, mamma og Túliníus. Mamma og Eiríkur reikna í huganum. Þetta segist Túliníus ekki geta, hleypur inní búð eftir pappírsblaði og blýant. Þegar hann kemur segir Eiríkur honum, að Margrét sé búin að reikna þetta, og muni vera rétt, hann sé að athuga það og rétt búinn og les upp summuna. Það stendur heima, allt rétt. Túliníus reiknar á pappírnum og var ekki lengi. En hann stóð undrandi yfir skarpleika og viti þessarar gömlu konu, að vera á undan sér að reikna, bara í huganum, rómaði þetta hátt þegar inn í húsið kom, og gaf þeim Eiríki dýrindis vín. Hann sló af trjánum þó talsverðu, af því mamma borgaði út í hönd strax. Eiríkur lánaði henni“ (Helgi Hallgrímsson, 1994). Bergþóra segir einnig frá öðrum innkaupum Margrétar í sömu ferð. Hún keypti eldavél og saumavél af vini hennar Túliníus kaupmanni og voru þær fyrstu sem keyptar voru á plássið nema á Hallormsstað. Þessi eldavél var úr skipi sem strandaði og hitaði vel upp baðstof- una. Góður bakarofn var í eldavélinni. Berg- þóra sagði að þetta þótti sumum í sveitinni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.