Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 58
57
Saga Guðrúnar Helgu Finnsdóttur frá Geirólfsstöðum í Skriðdal
á sleða með skalfjárnuðum hesti, sett á
háhólana og var síðar um haustið, í norðan
veðrum sem komu, farið með poka að tutla
utan úr drílonum og fleyja inn í heystæðin.
Enn síðast fór alt í veður og vind, - fauk.
Þá varð hún að lóga, bæði af heyjum og
í skuldir, sem kallaðar voru og prísar þá
voðalegir, meir en hún í raun mátti til að
halda áfram búskap. Þetta vissi fólk og
notfærði sér. Bóndi norður í Fljótsdal vildi
fá við hana jarðaskipti… Það kom aldrei
í hug móður okkar, að hætta búskap með
því að efnahagur hennar, þrátt fyrir hörð
ár, fór batnandi uppfrá fyrsta erfiða árinu“
(Helgi Hallgrímsson, 1994).
Vorið eftir að Helgi eiginmaður Margrétar
lést voru öll grjónin búin. Margrét hafði verið
dugleg að gefa fólki grjón sem leituðu til
hennar. Hún sagði að guð myndi senda björg
og að skipið færi að koma. Um sumarmál kom
mikill stormur og rigning þannig að það var
alautt. Sendi hún börnin upp á Hálsinn fyrir
ofan Geirólfsstaði til að sækja fjallagrös. Farið
var þrjár ferðir og var í kjölfarið nóg að borða
af góðri grasamjólk. Síðan kom snjórinn strax
aftur og ekki hægt að taka grös fyrr en komið
var fram á sumar. Hún sagði börnunum að guð
hefði fært þeim þessa björg og launað það
sem hún gladdi aumingjana um páskana með
fáein pund af grjónum í lummur og grautinn.
Þegar ærnar voru að bera voru alltaf
ábrystir á morgnana en grasamjólk á kvöldin
og var það góð og holl fæða að mati Bergþóru.
Á veturna voru saumuð föt, brjósthlífar, húfur,
treflar, handstúkur og ýmis útsaumur unninn.
Þessar vörur voru seldar og komu pantanir að
mestu leyti úr fjörðunum. Þau höfðu varla við
að búa til þessar vörur og þá helst kvenhatt-
ana. Á vorin fór Margrét með þennan farm
niður á Reyðarfjörð og Fáskrúðsfjörð. Hún
kom til baka með klyfjaða hestana (sem voru
þrír til fjórir) með hinn besta afla, rikling,
skyrmorkinn hákarl og beinfeiti.
Þegar efnahagur batnaði byggði Margrét
sér háa og bjarta baðstofu, gluggar voru stórir
og margir. Sumum nágrönnum hennar þótti
nóg um og héldu að hún væri að byggja kirkju.
Hún skipti sér ekki af þessháttar tali (Helgi
Hallgrímsson, 1994). Lýsing Bergþóru á inn-
kaupum Margrétar sýna vel hversu klár hún
var í reikningi:
„Við til hennar (baðstofunnar) keypti hún
hjá Túliníusi. Eiríkur á Karlsskála var
viðskiptamaður hennar, hún fóðraði fyrir
hann um skeið 10 – 12 lömb. Jæja Eiríkur
lánar mömmu fyrir alla undirviði til bað-
stofunnar. Þau eru svo stödd á Eskifirði,
að taka út og kaupa trjáviðinn og Túliníus
sjálfur að afhenda. Nú þurfti að mæla og
reikna út viðinn upp á kr. Þau standa hjá
trjáhlaðanum öll þrjú Eiríkur, mamma
og Túliníus. Mamma og Eiríkur reikna í
huganum. Þetta segist Túliníus ekki geta,
hleypur inní búð eftir pappírsblaði og
blýant. Þegar hann kemur segir Eiríkur
honum, að Margrét sé búin að reikna þetta,
og muni vera rétt, hann sé að athuga það
og rétt búinn og les upp summuna. Það
stendur heima, allt rétt. Túliníus reiknar á
pappírnum og var ekki lengi. En hann stóð
undrandi yfir skarpleika og viti þessarar
gömlu konu, að vera á undan sér að reikna,
bara í huganum, rómaði þetta hátt þegar inn
í húsið kom, og gaf þeim Eiríki dýrindis
vín. Hann sló af trjánum þó talsverðu, af
því mamma borgaði út í hönd strax. Eiríkur
lánaði henni“ (Helgi Hallgrímsson, 1994).
Bergþóra segir einnig frá öðrum innkaupum
Margrétar í sömu ferð. Hún keypti eldavél og
saumavél af vini hennar Túliníus kaupmanni
og voru þær fyrstu sem keyptar voru á plássið
nema á Hallormsstað. Þessi eldavél var úr
skipi sem strandaði og hitaði vel upp baðstof-
una. Góður bakarofn var í eldavélinni. Berg-
þóra sagði að þetta þótti sumum í sveitinni