Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 59

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 59
58 Múlaþing vera óstand með efni og óþarft og benti á að Margrét skoðaði framfarir og framkvæmdi. Þótti sjálfsagt hverjum sem guð gæfi vita að nota sér hans gæði og hæfileika. Túliníus kaupmaður á Eskifirði sagði að Margrét væri öllum Skriðdælingum ofar að viti og allri manndáð. Hún var óvenju vel að sér í að lesa alla reikninga og skrift sem var ólæsilega skrifað. Jafnvel allskonar spjalda- letur, saumað, ofið og skorið. Saga er um hreppstjóra sem lenti í alvarlegu slysi og dó tveimur dögum síðar. Fyrir andlátið lét hann kalla til Margréti til að ganga frá skjölum hans sem voru ólæsileg. Bjargaði hún heiðri þessa dána vinar síns. Bergþóra segir frá síðustu dögunum í lífi Margrétar. Margrét hafi þá viljað finna og kveðja börnin. Fór hún í ferð á nokkra sveitabæi, Skógargerði, Rangá og að Eiðum. Á heimleið gisti hún hjá vinum sínum á Vallanesi. Hún var áður búin að gista á sveita- bænum Egilsstöðum. Hún kom heim á sunnu- dagskvöldi en á mánudagsmorgni vaknaði hún veik af lungnabólgu og andaðist í lok vikunnar á laugardagskvöldi, 26. september 1903 (Helgi Hallgrímsson, 1994). Margrét Sigurðardóttir hafði átt heima á Geirólfstöðum í 56 ár. Í blaðinu Austra þann 5. október 1903 birtist eftirfarandi tilkynning: „Þann 26. september andaðist að Geir- ólfsstöðum í Skriðdal, húsfrú Margrét Sigurðardóttir, fædd 19. febrúar 1823, einhver mesti kvenskörungur Fljótsdals- héraðs, bráðgáfuð og vel að sér og einhver fríðasta og höfðinglegasta gömul konu sem við höfum séð.“ [Rétt er að hún var fædd 1824.] Bergþóra minnist hennar með þeim orðum að hún hafi verið innilega trúhneigð kona, án sérkreddu, elskaði skapara sinn og frelsara umfram allt, fór ekki dult með. Að lokum segir Bergþóra: „Trú hennar gerði hana sæla á dauðastund“ (Helgi Hallgrímsson, 1994). Bergþóra endar samantektina um móður sína á að skrifa skilaboð til Benedikts Gísla- sonar sem var móttakandi gagnanna: „Ég ætla að biðja þig, eftir að þú hefur brúkað þessi blöð – ef þú getur nokkuð notað þau að láta Guðrúnu mína fá þau, svona ef að pabba þínum sýnist. Guðrún er vís að nota í uppstöðu það sögulega, með tímanum. Hún hefur spurt mig um öskufallið, en ég er ónýt að skrifa og finn þó að það er rangt. En nú er ég farin, tíminn búinn og þetta og fleira ógert. Það er sárt að horfa þannig til baka. Vildi óska að það yrði ekki einkenni ættarinnar“. Helgi Hallgrímsson (1994). Ekki er vitað hvort að þessi ritgerð Bergþóru hafi verið send út til Guðrúnar dóttur hennar í Winnipeg. Fram kemur hjá Helga Hallgrímssyni (1994) að það hefur verið margt misjafnt sagt um Margréti og var hún umræðuefni manna á milli á Héraði lengi á eftir að hún lést. Segir hann frá vísu birtri í Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar, XI bindi (bls. 89) og sögð vera eftir Sigurð Ólafsson beyki á Eskifirði. Hann átti að hafa reiðst við Margréti og kveðið þessa vísu í hefndarskyni: Hefur bruggað Helga tál harm og mæðu langa. Geymir ekki góða sál Geirólfsstaða-Manga. Sagt er að annaðhvort þeirra Geirólfsstaða- hjóna, líklega Helgi sem var vel hagmæltur hafi svarað með þessari vísu: Keskni og lygi kámugur, kveður skammarbragi. Siggi beykir sem hefur, sál af verra tagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.