Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 63

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 63
62 Múlaþing Hver var Margrét Finnsdóttir á Geirólfsstöðum? Margrét Finnsdóttir var fædd á Geirólfs- stöðum þann 9. júlí 1881 (www.islendinga- bok.is). Hún var elst þeirra barna Finns og Bergþóru, mjög vel gefin en missti heilsuna. (Stefán Einarsson, 1950). Nánast engar heimildir eru til um líf hennar sem skýrist af veikindum hennar sem komu fram þegar hún var á tvítugsaldri. Í skriflegum heimildum um Bergþóru móður hennar og Guðrúnu Helgu systur hennar er víða vísað í veikindin hennar. Í bréfasafninu er hægt að nálgast góðar upplýsingar um líf Margrétar. Hún skrifaði sjálf bréf sem er vel skrifað. Bréfið lýsir vel viðhorfum hennar og samskiptum við fjölskylduna. Þar er um að ræða glaða stúlku sem átti sér framtíðar- drauma og var vel ritfær. Hún var alin upp eins og Guðrún Helga systir hennar í bókmenntasamfélagi og naut góðs af því á unglingsárum. Því miður lá aldrei fullkomin sjúkómsgreining fyrir þrátt fyrir mikla læknisþjónustu. Það virðist þó vera um einhverskonar hrörnunarsjúkdóm að ræða þar sem heilsu hennar hrakaði smám saman. Frænka Margrétar í Mýrdalnum skrifar nokkur bréf þar sem greina má versnandi heilsu hennar. Ein nýleg heimild um líf hennar er í bók- inni Skriðdæla (2013). Þar er um að ræða dapra minningu um þessa ungu konu frá Geir- ólfsstöðum í formi gamansögu. Það hefur líklega verið vel meint á sínum tíma þar sem góð vináttutengsl voru á milli Hryggstekkjar og Geirólfsstaða eins og sést í kvæðinu hérna á undan um Bergþóru. Sagan í Skriðdælu segir frá Friðrik á Hryggstekk sem staddur var á Arnhólsstöðum. Hann var spurður frétta og segist ekki hafa markverðar fréttir. Hann kvað þó að það hefði fækkað á Geirólfsstöðum. Í sögunni kemur fram að Margrét lá þá þungt haldin og að allir vissu af því. Vegna þess hversu alvarlega hann sagði þetta þá áætluðu heimilismenn að um Margréti hafi verið að ræða. Ingibjörg á Hryggstekk sagði: „Lof sé Guði að hún fékk hvíldina. Það er gott að þeir fá hvíldina sem svo eru þjáðir og litla von hafa um bata“. Þá kom Friðrik inn sem leiðrétti misskiln- inginn og hló í leiðinni. „Ég sagði aðeins að það hefði fækkað á Geirólfsstöðum. Það var rauða merin sem gaf upp öndina“. Rauð hryssa hafði lengi verið að dragast upp. Sérstaklega er nefnt í sögunni að það hefði verið úr ófeiti og að Margrét hefði lifað lengi eftir þetta en ekki fengið fulla heilsu. Í þessu bréfasafni er hægt að nálgast skemmtileg samskipti milli Helga bónda á Geirólfsstöðum og Einars vinnumanns um áhugamál þeirra, hrossarækt. Þar kemur fram lýsing á rauðri hryssu sem tengist þessari sögu. Dekrað var við þetta hross með ýmsum hætti. Margrét lést á Geirólfsstöðum sumarið 1943, líklega í júnímánuði. Heimilisfólkið var að rýja féð niður við Grímsá þegar hún lést3. Dánardagur hennar er hvorki skráður í Íslendingabók né heldur á heimasíðu kirkju- garðanna www.gardur.is. Hver var Guðrún Helga Finns- dóttir? Guðrún var fædd á Geirólfsstöðum í Skriðdal þann 6. dag febrúar mánaðar árið 1884. Voru foreldrar hennar þau merkishjónin Finnur F. Björnsson og Bergþóra Helgadóttir, er á minnstum bæ bjuggu (Einar Páll Jónsson, 1950). Í bókinni Ferðalok (1950) lýsir Séra E. J. Melan sveitabænum á eftirfarandi hátt: „Þegar ég var unglingur kom ég eitt sinn að Geirólfsstöðum. Það var á sunnudegi um sumartíma. Þar bjuggu þá foreldrar Guðrúnar. Þau tóku mér mjög vel og þar á 3 Óútgefin munnleg heimild: Guðrún Benedikta Helgadóttir (2017).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.