Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 74
73
Saga Guðrúnar Helgu Finnsdóttur frá Geirólfsstöðum í Skriðdal
„Á næstu árum birtast sögur eftir Guðrúnu
í Tímariti Þjóðræknisfélagsins og Heimskr-
inglu, að jafnaði ein á ári, en stundum
með löngum hléum. Sögunum virðist hafa
verið vel tekið og voru fimm þeirra valdar
í safnið „Vestan um haf“ sem þeir Einar H.
Kvaran og Guðmundur Finnbogason tóku
saman og út kom í Reykjavík árið 1930.
Eins og segir í undirfyrirsögn eru í þessu
safni ljóð, leikrit, sögur og ritgerðir eftir
Íslendinga í Vesturheimi. Sé miðað við
hlutfall kynjanna er hlutur Guðrúnar mjög
stór, og eflaust á kostnað annarra kvenrit-
höfunda. Af 19 ljóðskáldum eru 18 karlar,
ein kona, þ.e. Jakobína Johnson með bæði
móðurljóð og vögguljóð. Leikritaskáld eru
þarna tvö, bæði karlar. Ritgerðir eru eftir
12 karla en enga konu. Sögur eru eftir 15
höfunda, þar af tvær konur, Guðrúnu H.
Finnsdóttur með heilar fimm sögur og Láru
G. Salverson með eina sögu.“
Eftir árið 1935 skrifaði hún eina eða tvær
sögur á ári. Hún skrifaði drög að leik um
Ragnheiði Brynjólfsdóttur í Skálholti. Hún
var skrifuð í andmælaskyni við Skálholt Guð-
mundar Kamban.
Dr. Richard Beck (1950) segir að ást Guð-
rúnar á Íslandi og öllu hinu besta og lífrænasta
í íslenskum menningararfi er skráð ljósu letri
í sögum hennar og öðrum ritverkum.
Séra Jakob Jónsson (1950) lýsir ritstörfum
hennar í bókinni Ferðalok:
„Guðrún Finnsdóttir hefur, mér vitanlega
gefið út ljóð. En eftir hana liggur allmikið
af smásögum, blaðagreinum, ræðum og
fyrirlestrum. Þegar ég renni yfir það sem ég
hef lesið af skáldskap hennar, sé ég, að þar
verður vart hinna sömu einkenna og gerðu
heimili hennar aðlaðandi... Ekki hygg ég að
hún hafi nokkurn tíma gengið í annan eins
skóla en þann sem heimilið og sjálfsnámið
veitti henni. En hún var snortin af þrá eftir
fróðleik og upplýsingu. Þess gætir allstaðar
í ritum hennar að hún er framfaramaður og
unnandi frjálsar hugsunar. Skilst mér að
hún hafi aðhyllst þá skoðun Lúkasar guð-
spjallamanns, að fræðimaður ætti að bera
fram bæði nýtt og gamalt úr sjóði sínum.“
Jakob lýsir stíl hennar á þann hátt að hún notar
mikið það söguform sem stundum er kallað á
ensku „story within a story“. Saga sögð innan
annarrar sögu og var það algengt meðal eldri
höfunda á þessum tíma.
Gísli Jónsson á efri árum. Myndin er fengin úr bókinni
Haugaeldar.