Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 74

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 74
73 Saga Guðrúnar Helgu Finnsdóttur frá Geirólfsstöðum í Skriðdal „Á næstu árum birtast sögur eftir Guðrúnu í Tímariti Þjóðræknisfélagsins og Heimskr- inglu, að jafnaði ein á ári, en stundum með löngum hléum. Sögunum virðist hafa verið vel tekið og voru fimm þeirra valdar í safnið „Vestan um haf“ sem þeir Einar H. Kvaran og Guðmundur Finnbogason tóku saman og út kom í Reykjavík árið 1930. Eins og segir í undirfyrirsögn eru í þessu safni ljóð, leikrit, sögur og ritgerðir eftir Íslendinga í Vesturheimi. Sé miðað við hlutfall kynjanna er hlutur Guðrúnar mjög stór, og eflaust á kostnað annarra kvenrit- höfunda. Af 19 ljóðskáldum eru 18 karlar, ein kona, þ.e. Jakobína Johnson með bæði móðurljóð og vögguljóð. Leikritaskáld eru þarna tvö, bæði karlar. Ritgerðir eru eftir 12 karla en enga konu. Sögur eru eftir 15 höfunda, þar af tvær konur, Guðrúnu H. Finnsdóttur með heilar fimm sögur og Láru G. Salverson með eina sögu.“ Eftir árið 1935 skrifaði hún eina eða tvær sögur á ári. Hún skrifaði drög að leik um Ragnheiði Brynjólfsdóttur í Skálholti. Hún var skrifuð í andmælaskyni við Skálholt Guð- mundar Kamban. Dr. Richard Beck (1950) segir að ást Guð- rúnar á Íslandi og öllu hinu besta og lífrænasta í íslenskum menningararfi er skráð ljósu letri í sögum hennar og öðrum ritverkum. Séra Jakob Jónsson (1950) lýsir ritstörfum hennar í bókinni Ferðalok: „Guðrún Finnsdóttir hefur, mér vitanlega gefið út ljóð. En eftir hana liggur allmikið af smásögum, blaðagreinum, ræðum og fyrirlestrum. Þegar ég renni yfir það sem ég hef lesið af skáldskap hennar, sé ég, að þar verður vart hinna sömu einkenna og gerðu heimili hennar aðlaðandi... Ekki hygg ég að hún hafi nokkurn tíma gengið í annan eins skóla en þann sem heimilið og sjálfsnámið veitti henni. En hún var snortin af þrá eftir fróðleik og upplýsingu. Þess gætir allstaðar í ritum hennar að hún er framfaramaður og unnandi frjálsar hugsunar. Skilst mér að hún hafi aðhyllst þá skoðun Lúkasar guð- spjallamanns, að fræðimaður ætti að bera fram bæði nýtt og gamalt úr sjóði sínum.“ Jakob lýsir stíl hennar á þann hátt að hún notar mikið það söguform sem stundum er kallað á ensku „story within a story“. Saga sögð innan annarrar sögu og var það algengt meðal eldri höfunda á þessum tíma. Gísli Jónsson á efri árum. Myndin er fengin úr bókinni Haugaeldar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.