Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 81
SSæll og blessaður, gleðileg jól og farsællt nýjár og þakk fyrir árið og bréfið.
Ég vona að þú sért farinn að jafna þig, ef þú hefur ekki skrökvað um líðanina í dag.
En þá er eðlilegt að þér batni ekki.
Héðan eru fáar fréttir, við erum búnir að gefa inni í rúman mánuð um daginn en nú er búinn
að vera langur kafli góður og hafa sumir sleppt en sumir ekki. Ég hef gefið talsvert mikið því
ég ætla að reyna að fá tvílembdar í vor. Það marg borgar sig þó manni finnist lömbin smá
á haustin þá getur maður þó verið státin yfir því að ekkert eitt er jafn þungt tveimum og 2
innlegg gera meira en eitt. Bara ef þau eru nógu feit og það verða þau með góðu fóðri seinni
partinn. Það er sagt að sé seint að kenna gömlum hundi að sitja og líklega finnst þér skrýtið
að ég skuli ætla að kenna að þér fjármennsku, en ég er nú bara að þessu vegna þess að þér er
oft eða var illa við tvílembinga.
Það er nú öðru nær að mér leiðist rollusögur því til sönnunar skal ég segja þér eina.
Rétt fyrir snjóa í haust sá Siggi 3 veturgamlar ær sem hann átti, upp í svo nefndri Breiðuvík
en hún er efsta rákin í Karlfelli sem er hér fyrir ofan bæinn og þú mannst kannski eftir. Fyrst
framan af vonaðist maður eftir því að þær myndu koma sjálfar en svo demdi hann sjó ofan á
snjó svo lítið varð af því. Svo fórum við Stefán þangað uppeftir í snjóabyrjun og ætluðum að
reyna að hrekja þær niður með argi og grjótkasti en það tókst nú ekki, við komum þeim sama
og ekkert. Síðan snjóaði og það vantaði fleiri kindur svo það var leitað annarslagið en ekki
með of miklum dugnað því oft voru leitarmenn komnir heim skömmu eftir miðjan dag og
fannst mér þeir latir að leita enda komust þeir aldrei nógu langt eins og seinna komst upp. Ég
fór 3. sinnum og komst þó upp að vörpunum á þeim dögum sem ég fór en fann ekkert. Það
voru margir að tala um að það myndi vera fennt (en því trúði ég ekki fyrir mína parta) svo
kom rigningagusa og þýða í 2 daga en síðan frost og gangfæri (en þarna um dagana sem við
Stefán fórum upp og að þessu, höfðu þessar 3 ær aldrei sjést en við hjéldum að þær myndu
vera á líkum slóðum) Síðan fórum við 5 og átti nú að of reyna að síga eftir þeim ofaní rákina.
það var hart upp hlíðar en spora snjór og góð færð þegar ofar dró og því gott að ganga þar
sem tæpt var en svo lauk þessari för að ekkert fannst. Við létum Villa á Sævarenda síga niður
og fór hann þangað sem ærnar sáust síðast en fann ekkert. Daginn á eftir fórum við aftur 4
og leituðum betur var Magnús í Húsavík með en hann er góður fjallgöngumaður en við sáum
ekkert af því sem við leituðum af en við fundum þarna uppá fjallinu 2 dilkær eina í hvorri
ferð sem við áttum alls ekki von á þarna og var búið aðleita dauðaleit af niðri í dölum. Varð
það til þess að Bergur á Klippstað fór loksins nógu hátt inn í Norðdal og fann 4 ær hátt upp
í brekkum. Enn þeim vantaði enn 3 ær og lamb og hafa ærnar verið að týnast að sú seinasta
fyrir nokkrum dögum, ein og ein en lambið ókomið. En þetta var nú útúrdúr, daginn eftir
fórum við Stefán upp í fjallið með kíkir og okkur tókst að koma auga á þær talsvert neðar en
Bréf til Þorleifs Þórðarsonar
Stakkahlíð jóladag 1946