Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Qupperneq 82

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Qupperneq 82
81 þar sem þær höfðu sést en þó svo hátt uppi að er ég stóð neðan undir klettunum sem var næst komist þeim að neðan þá greindi ég aðeins gulan blett sem voru hvítu ærnar en í kíki sáum við þær hreyfa sig. Við hröðuðum okkur heim og var þá Magnús að leggja af stað heim til sín (en hann kom hingað með bróðir sinn 11. ára sem Stefán ætlar kenna) en hann bauð strax fylgd sína, svo Siggi fór til Húsavikur til að láta fólkið vita svo það yrði ekki hrætt um hann. Fengum við þá mága Berg og Eyólf, og líka Trausta, ég og Stefán svo við urðum 6 og var nú gert grín af svona stórum leiðangri til að sækja 3 ær, en það kom í ljós að við máttum ekki færri vera. Það er rúmlega 2. tíma gangur uppá fjallið og færðum við okkur ofaní rákina 4. Stefán og Trausti urðu eftir uppi. Landslagið var klettasillur, smáar og hallandi sem ná niður á standberg. En brattinn er mikill sérstaklega í svona mikilli hæð og að sjá niður fyrir sig sem óvanir eru í klettum, en Magnús og Eyólfur eru uppaldir við þetta og þaðan af verra. En niður fór Magnús á undan, hann gerði það meira fyrir okkur en þörf að hafa bönd um sig, svo færðum við okkur í halarófu á eftir þangað til Magnús kom auga þær undir nokkuð hærra stallinum en ofaní rákinni sem var um 2-4 mannhæðir. En mesta hættan var á að þær stykkju áfram neðar og neðar uns þær hröpuðu framaf á að giska 30 metra hengiflugi. En svo létum við Bergur hina síga niður sitt hvoru meginn við þær og tókst þeim að handsama þær. Við höfðum meðferðis síldarmjölspoka undir kaðalinn og í hann létum við ána sem var kollótt en hinar voru hyrndar og var bundið utan um brjóstið og síðan fram í hornin. Síðan færðum við okkur 2 og 2 upp ofar og drógum ærnar upp eins og dreginn væri þorskur úr djúpi þangað til komið var þar sem Trausti stóð á dálitlum bletti sem hann gat lítið hreyft sig á og fannst honum tíminn búinn vera orðinn langur ( rúmir 2 tímar) kuldinn var bitur þarna uppi í 1.000 metra hæð yfir sjó. Jæja heim komust þær slysalaust og þá voru allir ánægðir að vita ekki af þeim þarna í svelti og líður þeim nú vel. Daginn eftir fórum við Magnús inn í Úlfstaði og ætluðum að hjálpa Jóni bónda en þá gekk í krapaveður og rigningu. Fórum við upp en veðrið var svo vont að Magnús komst að vísu upp í fjallið og sá sporin enn lengra ofar og af því veðrið var svo vont og sömu aðferðina hefði þurft við þessar og hinar ærnar og við vorum bara 3 og veðrið versnaði þá fá fórum við heim. Síðan hefur ekkert til þessara kinda spurst því síðan hefur aldrei verið hægt að ganga Í fjall fyrir hörku. Nú vona ég að ég sé ekki búinn að ganga fram af þér með löngu og leiðinlegu bréfi. En segðu mömmu að hún þurfi ekki að æðrast eftir þessa sögu því hún gerist ekki nema einu sinni á mannsaldri. Ingólfi ætla ég að skrifa seinna. Vertu síðann marg blessaður og sæll og ætla ég að koma að heimsækja þig með alla fjöl- skylduna næsta sumar. Skálarnir eru allir búnir og víst allt sem þeim tilheyrir nema járnsperrur sem er að vísu vel hægt að nota á margan hátt en ekki góðar. En ef maður steypti veggi eð hlæði fyrir fjárhús þá ná þeir yfir ansi breiða tótt og eru sæmilegt ris. Kosta 4 kr sperran en eru vondir í flutningi. Kveðja Jói Bréf þetta sendir Jóhann Valdórsson (f. 1920 – d. 2000), þá búsettur í Stakkahlíð í Loðmundarfirði, síðar bóndi á Þrándarstöðum, til Þorleifs Þórðarsonar (f. 1891 – d. 1951) sem var sambýlismaður móður hans Herborgar Jónasdóttur (f. 1886 – d. 1964). Þau bjuggu þá á Þrándarstöðum í Eiðaþinghá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.