Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 84

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 84
83 Í Námskeiðahald á Skriðuklaustri og víðar á Austurlandi 1992–1997 Þórarinn Lárusson Í kjölfar þess að Tilraunastöð ríkisins að Skriðuklaustri í Fljótsdal var lögð niður í árslok 1990 var hafist handa við að stofna til og undirbúa landbúnaðartengt námskeiða- hald í íbúðarhúsi því, sem Gunnar Gunnars- son, rithöfundur reisti þar árið 1939 og gaf síðan ríkinu 11. desember 1948. Í gjafabréfinu kemur fram að jarðeign þessi skuli vera ævarandi eign íslenska rík- isins. „Hún skal hagnýtt á þann hátt, að til menningarauka horfi t.d. að rekin sé þar tilraunastarfsemi í landbúnaði, byggða- safn, bókasafn, skjalasafn, listasafn, skóli, sjúkrahús, hressingarhæli, barnahæli eða elliheimili.“ Óhætt er að segja að þessum skilyrðum gefendanna hafi verið framfylgt í hvívetna fram að þessu og með stofnun Gunnarsstofn- unar 1997 er trúlega best tryggt að svo verði um ókomin ár. Árið eftir að ríkið eignaðist jörðina, eða vorið 1949, varð sú starfsemi, sem gefendur nefndu fyrst á óskalista sínum, tilraunastöð í landbúnaði, fyrir valinu og var sú starfsemi rekin á Skriðuklaustri samfleytt á vegum ríkisins þar til í árslok 1990. Má nærri geta að þar er geymd mikil og á margan hátt athyglisverð saga, sem enn er óskrifuð. Það væri ekki óverðugt verkefni fyrir þá virðingar- verðu menningarstofnun, sem tók við starf- seminni, að stuðla hér að úrbótum og gera þessu rúmlega fjörutíu ára frumherjahlutverki, eftir búsetu Gunnars skálds á Klaustri, hærra undir höfði en verið hefur. Fyrir utan námskeiðahaldið, sem hér verður til umfjöllunar, er vert að geta þess að á árunum fyrir skólahald í grunnskólanum á Hallormsstað var á Klaustri starfræktur barnaskóli samhliða tilraunastarfseminni. Þá voru haldin tvö hálfs mánaðar námskeið á Klaustri sem BsA og BÍ stóðu að á meðan tilraunastöðin starfaði, m.a. í sauðfjárrækt árin 1972 og 73 og eitthvað styttra í Vopna- firði 1974. Tengdust þau hugmyndum um aukna búnaðarfræðslu á Austurlandi og upp úr því jafnvel endurvakningu á bændaskóla á Eiðum og voru tillögur um það samþykktar á árunum 1981–82. Verða fræðslumál þessi fyrir tilstuðlan BsA ekki tíunduð frekar hér en bent á samsvarandi kafla um þessi mál í ritinu Sveitum og jörðum í Múlaþingi. (1978 IV bindi, bls. 178-180) Það sem tæpt hefur verið á hér að framan, varðandi fræðslustarfsemi á Klaustri og víðar á Austurlandi, má sjálfsagt að einhverju leyti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.