Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 84
83
Í
Námskeiðahald á Skriðuklaustri
og víðar á Austurlandi 1992–1997
Þórarinn Lárusson
Í kjölfar þess að Tilraunastöð ríkisins að
Skriðuklaustri í Fljótsdal var lögð niður í
árslok 1990 var hafist handa við að stofna
til og undirbúa landbúnaðartengt námskeiða-
hald í íbúðarhúsi því, sem Gunnar Gunnars-
son, rithöfundur reisti þar árið 1939 og gaf
síðan ríkinu 11. desember 1948.
Í gjafabréfinu kemur fram að jarðeign
þessi skuli vera ævarandi eign íslenska rík-
isins. „Hún skal hagnýtt á þann hátt, að til
menningarauka horfi t.d. að rekin sé þar
tilraunastarfsemi í landbúnaði, byggða-
safn, bókasafn, skjalasafn, listasafn, skóli,
sjúkrahús, hressingarhæli, barnahæli eða
elliheimili.“
Óhætt er að segja að þessum skilyrðum
gefendanna hafi verið framfylgt í hvívetna
fram að þessu og með stofnun Gunnarsstofn-
unar 1997 er trúlega best tryggt að svo verði
um ókomin ár. Árið eftir að ríkið eignaðist
jörðina, eða vorið 1949, varð sú starfsemi,
sem gefendur nefndu fyrst á óskalista sínum,
tilraunastöð í landbúnaði, fyrir valinu og var
sú starfsemi rekin á Skriðuklaustri samfleytt á
vegum ríkisins þar til í árslok 1990. Má nærri
geta að þar er geymd mikil og á margan hátt
athyglisverð saga, sem enn er óskrifuð. Það
væri ekki óverðugt verkefni fyrir þá virðingar-
verðu menningarstofnun, sem tók við starf-
seminni, að stuðla hér að úrbótum og gera
þessu rúmlega fjörutíu ára frumherjahlutverki,
eftir búsetu Gunnars skálds á Klaustri, hærra
undir höfði en verið hefur.
Fyrir utan námskeiðahaldið, sem hér
verður til umfjöllunar, er vert að geta þess
að á árunum fyrir skólahald í grunnskólanum
á Hallormsstað var á Klaustri starfræktur
barnaskóli samhliða tilraunastarfseminni. Þá
voru haldin tvö hálfs mánaðar námskeið á
Klaustri sem BsA og BÍ stóðu að á meðan
tilraunastöðin starfaði, m.a. í sauðfjárrækt
árin 1972 og 73 og eitthvað styttra í Vopna-
firði 1974. Tengdust þau hugmyndum um
aukna búnaðarfræðslu á Austurlandi og upp
úr því jafnvel endurvakningu á bændaskóla
á Eiðum og voru tillögur um það samþykktar
á árunum 1981–82. Verða fræðslumál þessi
fyrir tilstuðlan BsA ekki tíunduð frekar hér
en bent á samsvarandi kafla um þessi mál í
ritinu Sveitum og jörðum í Múlaþingi. (1978
IV bindi, bls. 178-180)
Það sem tæpt hefur verið á hér að framan,
varðandi fræðslustarfsemi á Klaustri og víðar
á Austurlandi, má sjálfsagt að einhverju leyti