Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 97

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 97
96 Múlaþing Við nákvæma rannsókn sögunnar kveðzt hann hafa komist að eftirfarandi niðurstöðum: ,,Aðalviðburðirnir, sem Hrafnkatla segir frá hafa aldrei gerst“… ,,sagan vísar hvergi til munnlegra frásagna og ber þess heldur engin merki að vera runnin frá munnmælum, hún er að samsetningu og efnismeðferð ólík þeim sögum, sem háðastar virðast alþýðlegum sögum“ (sbr. bls. 66-67). Höfundur lætur ekki þar við sitja, en heldur því beinlínis fram að höfundur sögunnar hafi vísvitandi vikið frá heimildum, sem honum voru kunnar og hann hlaut að vita að væru réttari, með öðrum orðum, ,,sannindi sögunnar hafa legið honum í léttu rúmi“. Hann telur að Hrafnkatla beri að samsetningu og frá- sagnarhætti sem og mannlýsingum öll ein- kenni ágætrar skáldsögu og að því sé það eðlilegast og jafnvel einsætt að hún sé verk eins höfundar, sem ætlaði sér aldrei að segja sanna sögu, heldur semja skáldrit. Hann telur að sagan sé hin fullkomnasta smásaga (short novel) heimsbókmenntanna (sbr. bls. 66-68). Þetta má kalla all harkalega að farið gegn eldri skoðunum í þessum efnum, og þykir mér því ekki úr vegi að kanna nánar hver rök Sig- urðar Nordal hefur fyrir fullyrðingum sínum. Þau eru í megindráttum þessi: 1. Þeirra Þjóstarsona, Þorgeirs og Þorkels er hvergi getið annars staðar í heimildum, og því næstum ólíklegt að þeir hafi verið goð- orðsmenn um Vestfjörðu, enda brýtur það í bága við frásögn Landnámu af goðorðum í Þorskafirði og Vestfjörðum á Landnáms- öld. 2. Ekkert rúm virðist vera fyrir mannaforráð Hrafnkels á Fljótsdalshéraði, eftir brottför frá Aðalbóli, þar sem aðrir hafi farið þar með goðorð. 3. Höfundur telur að þar sem Landnámu og Hrafnkötlu greinir á fari Landnáma með meiri sannindi og af þeim sé sagan um Hallfreð og örnefni þau er við hann eru kennd tómur tilbúningur, en það sé eitt af undirstöðuatriðum sögunnar. Séð yfir Hrafnkelsdal að vorlagi. Ljósmyndari og eigandi myndar: Skarphéðinn G. Þórisson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.