Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 97
96
Múlaþing
Við nákvæma rannsókn sögunnar kveðzt
hann hafa komist að eftirfarandi niðurstöðum:
,,Aðalviðburðirnir, sem Hrafnkatla segir frá
hafa aldrei gerst“… ,,sagan vísar hvergi til
munnlegra frásagna og ber þess heldur engin
merki að vera runnin frá munnmælum, hún
er að samsetningu og efnismeðferð ólík þeim
sögum, sem háðastar virðast alþýðlegum
sögum“ (sbr. bls. 66-67).
Höfundur lætur ekki þar við sitja, en heldur
því beinlínis fram að höfundur sögunnar hafi
vísvitandi vikið frá heimildum, sem honum
voru kunnar og hann hlaut að vita að væru
réttari, með öðrum orðum, ,,sannindi sögunnar
hafa legið honum í léttu rúmi“. Hann telur
að Hrafnkatla beri að samsetningu og frá-
sagnarhætti sem og mannlýsingum öll ein-
kenni ágætrar skáldsögu og að því sé það
eðlilegast og jafnvel einsætt að hún sé verk
eins höfundar, sem ætlaði sér aldrei að segja
sanna sögu, heldur semja skáldrit. Hann telur
að sagan sé hin fullkomnasta smásaga (short
novel) heimsbókmenntanna (sbr. bls. 66-68).
Þetta má kalla all harkalega að farið gegn
eldri skoðunum í þessum efnum, og þykir mér
því ekki úr vegi að kanna nánar hver rök Sig-
urðar Nordal hefur fyrir fullyrðingum sínum.
Þau eru í megindráttum þessi:
1. Þeirra Þjóstarsona, Þorgeirs og Þorkels er
hvergi getið annars staðar í heimildum, og
því næstum ólíklegt að þeir hafi verið goð-
orðsmenn um Vestfjörðu, enda brýtur það
í bága við frásögn Landnámu af goðorðum
í Þorskafirði og Vestfjörðum á Landnáms-
öld.
2. Ekkert rúm virðist vera fyrir mannaforráð
Hrafnkels á Fljótsdalshéraði, eftir brottför
frá Aðalbóli, þar sem aðrir hafi farið þar
með goðorð.
3. Höfundur telur að þar sem Landnámu og
Hrafnkötlu greinir á fari Landnáma með
meiri sannindi og af þeim sé sagan um
Hallfreð og örnefni þau er við hann eru
kennd tómur tilbúningur, en það sé eitt af
undirstöðuatriðum sögunnar.
Séð yfir Hrafnkelsdal að vorlagi. Ljósmyndari og eigandi myndar: Skarphéðinn G. Þórisson.