Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 99

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 99
98 Múlaþing myndir hefðu getað vakið hjá honum áhuga á að veita þeim lið sem voru órétti beittir og þar sem hann hefur átt nokkrum vinsældum að fagna vegna frama síns og haft stuðning bræðra sinna, hefur honum tekist að afla mál- stað Þorbjörns svo mikils fylgis þar á þinginu sem raun varð á. Það verður að hafa í huga, að höfundur Hrafnkötlu er Austfirðingur og ólíklegt að hann hafi vitað gerla hverjir voru á Alþingi þetta ár. Nú var Austurland lengst af afskekktast allra fjórðunga og því ekki ólíklegt að fréttir af Alþingi og atburðum Suð -Vestanlands væru farnir að gangast nokkuð í munni, er þangað komust. Fæ ég ekki séð, að kippt sé fótum undan öllum sagnfræði- legum grundvelli sögunnar enda þótt eitthvað hefði brenglast í meðförum, nöfn, ætterni velgjörðarmanna þeirra Þorbjörns og Sáms. Þá er næst að taka til athugunar annað meginatriði kenninga Sigurðar, en það er að ekkert rúm hafi verið fyrir mannaforráð Hrafnkels á Héraði. Landnáma segir svo frá að Brynjólfur hinn gamli, sonur Þorgeirs Vest- arssonar ,,…næmi Fljótsdalinn allan fyrir ofan Hengiforsá fyrir vestan, en fyrir ofan Gilsá fyrir austan, Skriðudal allan ok svá völluna út til Eyvindarár ok tók mikit af landnámi Una Garðarsonar ok byggði það frændum sínum og mágum…“. Afkomendur Brynjólfs voru margir og er talið að þeir hafi farið með goðorð, t.d. segir Landnáma að hann gæfi Ásröði, sem átti stjúpdóttur hans og bróðurdóttur, öll lönd milli Gilsár og Eyvindarár sem mundi hafa verið kjarninn í goðorði Hrafnkels. Í fljótu bragði virðist því fremur lítið pláss fyrir goð- orð Hrafnkels á þessum slóðum. Nú liggur það ljóst fyrir að mannafor- ráð til forna voru engum landamörkum háð. Atkvæðamenn gátu áunnið sér mannaforráð hvar sem þeir voru. Er þá ekki ósennilegt að auðæfi hafi skipt talsverðu máli og goðinn hafi getað keypt sér þingmenn. Nú segir sagan að eftir komu Hrafnkels í Fljótsdal hafi ,,.. lagst veiðr mikill í Lagarfljót…“ og hann hafi auðgast vel. Er því ekki ólíklegt að það hafi hjálpað honum að komast til mannaforráða á nýjan leik, auk þess að ljóst er að hann var vel til foringja fallinn. Benda má og á það, að ekki er óhugsandi, að einhverjir af þingmönnum hans í Jökul- og Hrafnkelsdölum hafi reynst honum trúir og Séð út Hrafnkelsdal, Eyvindarfjöll og Fjallaskarð til hægri, í fjarska sér til Dyrfjalla. Ljósmyndari og eigandi myndar: Skarphéðinn G. Þórisson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.