Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 106

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 106
105 Um sannfræði Hrafnkelssögu til skammt austan við brúna á Jökulsá og þar á kirkjan að hafa verið. Hversu lengi kirkja stóð í Hrafnkelsdal er óvíst, en líklegt að hún hafi verið þar jafn lengi og byggðin. Í skýrslum sýslumanna Múlasýslu til Landsnefndarinnar 1770–71, er getið um eyðibyggðina í Hrafnkelsdal, sem þá var að byggjazt aftur. Pétur Þorsteinsson á Ketilsstöðum segir, að í dalnum hafi verið 5 til 6 bóndabæir með vissu fyrir utan prestssetrið, sem hann nafn- greinir ekki. Hans Wíum á Skriðuklaustri telur að fyrr á tímum hafi verið 8 til 10 bæir í dalnum. Hann segir að í honum sé skógur og ágætir hagar, matjurtir og dálítill heyskapur, sem með ræktun gæti orðið nægilegur. Í meðal árferði telur hann að hægt sé að hafa þar 13-15 hundruð fjár, enda geti það gengið sjálfala yfir veturinn. Fyrzt gæði dalsins voru svo mikil um miðja 18. öld, má gera sér í hugarlund, að þau hafi verið sízt verri á söguöld, er loftslag og gróðurfar var mun hagstæðara en síðar varð. Hans getur þess einnig, að fyrr á tímum hafi fólk stundað bæði gæsa- og svanaveiðar á heiðunum inn af Fljótsdal og Jökuldal til mikilla nytja, og þá eflaust líka í Hrafnkelsdal. Bendir nafnið Vaðbrekka í þessa átt (vaðás var notaður við fuglaveiði). Í svipaðan streng tekur Jón Arnórsson á Eiðum. Hann telur, að í dalnum sé heil kirkju- sókn og þar hafi verið 8-10 bæir fyrr á tímum. Um landgæði, farast honum líkt orð og Wíum, en bætir því við, að dalurinn hafi þá ekki verið byggður í langan tíma. Af þessu má sjá, að fyrr á tímum hefur það verið sannfæring flestra, að ekki færri en 8 til 10 bæir hafi verið í dalnum, ef ekki fleiri, enda eru þekktar svo margar rústir í dalnum. Af því má sjá, að einhvern tíman hefur þarna verið allmikil byggð. Ef gert er ráð fyrir því, að á seinni hluta 10 aldar (á dögum Hrafnkels) hafi byggðin verið komin í hámark er augljóst að jafn fjölmenn byggð hefur ekki horfið með öllu á skömmum tíma, og því ekki rétt hjá Sigurði, að hún hafi verið farin að ganga saman í lok 10. aldar, og verið með öllu horfin á dögum söguritarans. Þá skoðun byggir hann einkum á því, hversu hátt dalurinn sé yfir sjávarmáli og búskapur hafi alla tíð verið erfiður þar. Ég er ekki viss um að bændur í Hrafnkelsdal nú fallizt á þessa skoðun. Hvað þá þeir sem bjuggu þar á söguöld. Er landgæði voru betri en síðar var. Það er að vísu rétt að byggðin virðist hafa verið farin að ganga saman í lok 14. aldar, því að í Vilchinsmáldaga 1397 á Valþjófsstaða- kirkja ,,selland á Laugarhúsum“, sem þá hafa verið komin í eyði sem bær. En þótt Laugarhús væri þá í eyði, er ekki þar með sagt að allur dalurinn væri það og bendir það þó þá til einhverrar byggðar, að síðar eignaðist Valþjófsstaðakirkja dalinn allan, sennilega eftir að að hann eyddist með öllu í Svarta dauða í byrjun 15. aldar. Hefði þá sellandið á Laugarhúsum verið upphaf yfir- ráða kirkjunnar í dalnum. Þá var a.m.k. liðin heil öld frá því sagan var rituð, og margt getur gerzt í byggðasögu einnar sveitar á skemmri tíma. Þessi fullyrðing Sigurðar verður því að teljast mjög hæpin enda ósönnuð. Ekki verður hér farið út í að rekja sögu Hrafnkelsdals eftir 1400, enda kemur hún ekki þessu máli við, en líkindi eru á að lítil byggð hafi verið þar fram á s.h. 18. aldar, er hann tók að byggjast aftur. Hins vegar voru þar sel höfð úr Fljótsdal á nokkrum stöðum, eins og örnefni benda til. Frá 18. öld hafa jafnan verið tveir til þrír bæir í dalnum og er svo enn í dag. Um bæjarnöfn þau í Hrafnkelsdal er getið er um í sögunni er það að segja, að þau eru öll kunn nema Leikskálar, sem almennt er talið að sé Vaðbrekka, en hennar er ekki getið. Hér mun ekki rætt frekar um þessi örnefni, en aðeins depið á eitt þeirra, Aðalból, höfuðból Hrafnkels. Allir sem komið hafa í Hrafnkels-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.