Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 107
106
Múlaþing
dal munu sammála um að á þessum stað sé
bæjarstæði ákjósanlegast í öllum dalnum. Því
leikur ekki vafi á því að þar hefur Hrafnkell
búið, þar sem hann átti úrval alls dalsins. Allar
sögusagnir um Steinröðarstaði, er verið hafi
annars staðar hljóta því að vera tilbúningur.
Nú hafa sumir viljað færa Aðalból
sögunnar inn á svonefndan Glúmsstaðadal
(afdal inn úr Hrafnkelsdal) og telja að það
komi betur heim við frásögn sögunnar. Öll
sagan ber það með sér, að Aðalból er stað-
sett einhvers staðar í miðjum dalnum, sem
er reyndar rétt miðað við nútímann. Örnefnið
Tobbhóll hefur líka varðveizt gegnt undan
Aðalbóli nútímans. Þegar Hrafnkell segi við
Einar, að hann skuli gæta ásauðar í seli og að
Freyfaxi gangi í dalnum fram, er auðsætt að
hann á við dalina tvo innfrá er heita nú Glúms-
staðadalur og Þuríðarstaðadalur enda eru kunn
fleiri örnefni þar innfrá (Grjótá o.s.frv.) sem
benda ótvírætt til þess, að selið hafi ekki verið
þar sem hét Aðalból. Ég nefni hér nokkur
dæmi þessu til styrktar:
1 ,, …síðan var fært í sel frammi á Hrafn-
kelsdal, þar sem heitir Grjótteigssel…“.
2 ,, …hesturinn hleypur ofan eftir dalnum til
Aðalbóls…“.
3 ,, …morguninn eftir lét hann [Hrafnkell]
taka sér hest og leggja á söðul og ríður
upp til sels…“.
Auðséð er að hér er um alllangan veg
að fara. Það sem vantar helzt uppá að hafa
Aðalból þar sem það er núna, er að engin
Freyfaxahamar er þar nálægt, hans sé fyrzt að
leita þar innra. Ég tel þó hæpið að taka frásögn
sögunnar bókstaflega um þetta enda gat þessi
villa hafa komist inn í handrit síðar meir.
Nú segir sagan að Freyfaxi gekk á dalnum
fram með liði sínu. Það verður því að gera ráð
fyrir að Þjóstarsynir hafi orðið að gera sér ferð
á hendur inn á dalinn til að geta séð þennan
örlagagrip. Hvað er þá eðlilegra, en að þeir
hafi notað þann hamar sem nálægastur var til
þess að fyrirfara honum.
Þetta finnzt mér a.m.k. sennilegri skýring
en sú, að Hrafnkell hafi búið inni í afdal, þar
sem aldrei var víst að annað en sel.
En fyrzt minnst er á Freyfaxa er ekki fjarri
lagi að geta þess, að Sigurður telur ósennilegt
að Hrafnkell hafi nefnt sig Freysgoða, en í
Landnámu er hann aðeins nefndur goði og í
Njálssögu og Brandkrossa þætti hefur hann
ekkert viðurnefni, og því auðsætt að Freys-
dýrkun hans hafi verið uppspuni. Því er til að
svara, að margar sagnir eru til um Freysdýrkun
að fornu og má þar nefna Freysgyðlinga, sem
voru afkomendur Þórðar Össurarsonar.
Það þarf engum að koma á óvart þótt þessa
sé ekki getið í Landnámu þegar þetta er haft
í huga.
Það finnst mér renna nokkrum stoðum undir
frásögn sögunnar, að af þeim Freysörnefnum
í landinu eru tvö á Fljótsdalshéraði. Er annað
þeirra bærinn Freyshólar, sem var hjáleiga
frá Hafursá og í goðorði Hrafnkels. Hitt er
Freysnes við vestanvert Lagarfljót í Fellum.
Í Freysnesi var að fornu þingstaður (vorþing),
og er því ekki ólíklegt, að sá staður sé eitthvað
tengdur við goðann á Aðalbóli, eða einhverja
af afkomendum hans, enda þótt sagan segi, að
hann legði Freysdýrkun af er hann hrökklaðist
frá Aðalbóli. Verið getur að hann hafi tekið
hana upp aftur er velgengni hans jókst. Slíks
eru mörg dæmi og felst reyndar í mannlegu
eðli. Þingstaðinn í Freysnesi hef ég sjálfur
skoðað og gert uppdrátt að. Greinilega mátti
sjá hleðslur þar eftir búðatóftir og önnur mann-
virki. Þarf því ekki að efast um, að þarna voru
goðar að verki fyrir kristnitöku sem héldu upp
á landbúnaðarguðinn Frey.
Sögurnar um meðferð Þjóstarsona á goða-
húsi Hrafnkels telur Sigurður alveg fráleita,
þar sem það stóð engum nær en Sámi að halda
uppi hofi og blótum sem arftaki Hrafnkels.
Því er til að svara að í fyrsta lagi er lítið
vitað um hof og goðadýrkun til forna, og
bendir reyndar til þess að þau hafi ekki ávallt
verið miklar byggingar. Í öðru lagi verður að