Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 114
113
T
Eftirleit á Brúaröræfum
í febrúar árið 1982
Aðalsteinn Ingi Jónsson
fyrrum bóndi í Klausturseli
Tekið skal fram í upphafi að þessi frá-
sögn byggir aðeins á minni þess sem
þetta ritar, engar dagbókarfærslur eru
til að byggja á.
Haustið 1981 var með fádæmum snjó-
þungt og erfitt sauðfjárbændum varðandi öll
haustverk. Smalar fengu á sig hríðarveður
og snjóa lagði alveg niður í byggð strax í
september. Þetta haust voru á fjalli vetur-
gamlar ær frá bænum Brú á Jökuldal þar sem
fjárskipti vegna riðuveikiniðurskurðar voru
þar nýafstaðin. Leitað hafði verið á öllu því
svæði sem hefðbundið var að smala, þrátt fyrir
það voru heimtur þar slæmar sem og víðar,
þar sem eitthvað af fé lenti í fönn þetta haust.
Það er síðan um eða fyrir miðjan febrúar
að Vernharður í Möðrudal fer á snjósleða í
Arnardal og svæðið þar um kring. Er það í
Þorlákslindum skammt frá þar sem Kreppa
og Jökulsá á Fjöllum mætast, að Venni finnur
svarta veturgamla kind frá Brú með svarta
gimbur með sér. Þær mæðgur eru búnar að
lifa af þetta harða haust og það sem af er vetri.
Nú háttaði svo til að ekki þótti æskilegt að
færa kindur af fjárskiptabæ til húsa hjá öðrum.
Voru þær mæðgur því færðar í Arnardal þar
sem einhver beit var. Sagt var til þeirra svo
eigandi gæti vitjað þeirra. Var nú beðið færis
að sækja þessar kindur, einnig rætt að fara og
kanna hvort einhvers staðar gætu verið fleiri
kindur á lífi. Það varð síðan að ráði að ég sem
þetta rita og Vilhjálmur á Skjöldólfsstöðum
færum inn Brúardali á tveimur snjósleðum, en
Einar á Brú ásamt Gísla á Aðalbóli, Sigurði á
Vaðbrekku og Jóhanni Þórhallsyni frá Brekku
í Fljótsdal, nú bónda Brekkugerði, færu í
Arnardal að sækja það sem vitað var um á lífi.
Tókum við Vilhjálmur daginn snemma,
þó það væri alls ekki venja Jökuldælinga,
trúlega verið í okkur einhver spenna að ráðast
í ferðalag sem þetta. Farið var frá Hákonar-
stöðum löngu fyrir birtingu og stefnan tekin
á Hneflaskarð, þaðan síðan yfir Þverárvatn
og á Fiskidalsháls. Þegar kom inn fyrir Múla
var tekið að birta af degi. Er það síðan við
ármót Vesturdalsár og Laugavallaár sem leiðir
okkar skilja um stund. Villi fer inn Lauga-
valladal en ég tek stefnu inn á Vesturdal.
Hittumst við síðan við Sauðá þar sem nú er
ein af þrem stíflum Kárahnjúkavirkjunar. Var
síðan leitað inn Sauðafell og farið á Kring-
ilsárrana. Staldrað er við í Sauðárhraukum
og staðan metin, ekkert kvikt hafði sést það
sem af var degi.