Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 115
114
Múlaþing
Ákváðum við að fara vestur með jökli og
kanna svæðið sem kallast í daglegu tali Vestur-
dalir, samheiti yfir Grágæsadal, Fagradal og
Álftadal. Þar sem stutt er úr Grágæsadal í
Hvannalindir, þar sem Eyvindur og Halla
eru talin hafa búið um tíma, ákváðum við að
skoða þessa vin í vetrarbúningi. Lindurnar
höfðu brætt af sér snjó og var beit meðfram
þeim, þar var eitt lamb á lífi, var það tekið og
sett á sleða. Stefnan svo tekin á hús Völundar
í Grágæsadal, þar snæddur hádegisverður, var
hann allur meira og minna frosinn enda var í
bjartviðrinu um eða yfir 15 gráðu frost. Ekki
var stoppað lengi, komið fram yfir hádegi og
langt til byggða.
Nú var tekin stefna á Fagradal, sem er
með mest gróðurlendi þessara þriggja dala.
Engin kind fannst í Grágæsadal eða Fagradal.
Þegar kom að drögum Álftadals fóru að sjást
merki um að kindur hefðu verið þar á ferð.
Hvergi var stingandi strá að sjá, það er síðan
við uppsprettur innarlega á dalnum sem við
finnum hræ af þremur kindum.
Við erum svo komnir út undir enda dals-
ins, þar sem Álftadalsá beygir til norðvest-
urs, þegar við finnum kindur uppi í grýttu og
gróðursnauðu fjalli. Þar var tæplega tugur lif-
andi kinda, (því miður man ég ekki nákvæma
tölu). Þessum kindum náðum við niður á
jafnsléttu og komum þeim á sleðana. Þar
sem aftanísleðanir fylltust tók ég eitt lamb í
fangið og sat með það til byggða um Arnardal,
Breiðastykki, Fiskidal og niður að bænum
Brú. Man ég enn hversu létt það var, ekkert
nema ull og bein.
Séð yfir Brúaröræfi að vorlagi. Ljósmyndari og eigandi myndar: Skarphéðinn G. Þórisson.
Jóhann Þórhallsson bóndi í Brekku-
gerði.
Gísli Pálsson bóndi á Aðalbóli. Einar Gunnar Jónsson bóndi á Brú,
látinn 15. apríl 1993.