Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 115

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Page 115
114 Múlaþing Ákváðum við að fara vestur með jökli og kanna svæðið sem kallast í daglegu tali Vestur- dalir, samheiti yfir Grágæsadal, Fagradal og Álftadal. Þar sem stutt er úr Grágæsadal í Hvannalindir, þar sem Eyvindur og Halla eru talin hafa búið um tíma, ákváðum við að skoða þessa vin í vetrarbúningi. Lindurnar höfðu brætt af sér snjó og var beit meðfram þeim, þar var eitt lamb á lífi, var það tekið og sett á sleða. Stefnan svo tekin á hús Völundar í Grágæsadal, þar snæddur hádegisverður, var hann allur meira og minna frosinn enda var í bjartviðrinu um eða yfir 15 gráðu frost. Ekki var stoppað lengi, komið fram yfir hádegi og langt til byggða. Nú var tekin stefna á Fagradal, sem er með mest gróðurlendi þessara þriggja dala. Engin kind fannst í Grágæsadal eða Fagradal. Þegar kom að drögum Álftadals fóru að sjást merki um að kindur hefðu verið þar á ferð. Hvergi var stingandi strá að sjá, það er síðan við uppsprettur innarlega á dalnum sem við finnum hræ af þremur kindum. Við erum svo komnir út undir enda dals- ins, þar sem Álftadalsá beygir til norðvest- urs, þegar við finnum kindur uppi í grýttu og gróðursnauðu fjalli. Þar var tæplega tugur lif- andi kinda, (því miður man ég ekki nákvæma tölu). Þessum kindum náðum við niður á jafnsléttu og komum þeim á sleðana. Þar sem aftanísleðanir fylltust tók ég eitt lamb í fangið og sat með það til byggða um Arnardal, Breiðastykki, Fiskidal og niður að bænum Brú. Man ég enn hversu létt það var, ekkert nema ull og bein. Séð yfir Brúaröræfi að vorlagi. Ljósmyndari og eigandi myndar: Skarphéðinn G. Þórisson. Jóhann Þórhallsson bóndi í Brekku- gerði. Gísli Pálsson bóndi á Aðalbóli. Einar Gunnar Jónsson bóndi á Brú, látinn 15. apríl 1993.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.