Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Blaðsíða 120
119
„Sér hún hátt og vítt um veg“ - hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði.
kumla er helst skammt frá bæjum eða nálægt
samgöngustöðum s.s. reiðleiðum, höfnum og
vöðum. Fundarstaður „fjallkonunnar“ var þó
nálægt gamalli þjóðleið, en það nægði þó ekki
eitt og sér, án vísbendinga um greftrun, til að
draga þá ályktun að um greftrunarstað sé að
ræða (Sigurður Bergsteinsson, 2006, bls. 10).
Samkvæmt Jóni Kristjánssyni bónda á
Gilsárteigi í Eiðaþinghá lá um Afréttarskarð
hin forna leið á milli Eiðaþinghár og Seyðis-
fjarðar. Var hún oftast farin á vetrum áður fyrr
þar sem hún var snjóléttari en gamli vegar-
slóðinn sem liggur um Vestdalsheiði. Leiðin
í gegnum Afréttarskarð stytti leiðina um tvo
tíma fyrir fótgangandi mann frá Gilsárteigi
til Seyðisfjarðar. Styttri leiðinni sem Jón lýsti
frá Gilsárteigi inn í Vestdal fylgdi Gilsánni að
Innri-Lambadalsá, síðan var stefnt upp með
henni að Afréttarskarði. Sjá má nokkuð ofar-
lega á þessari leið vörður sem standa við vatn
og sýna stefnu leiðarinnar yfir Afréttarskarð.
Þegar niður úr skarðinu er komið er farið
framhjá fundarstað „fjallkonunnar“ og niður
í Vestdal. Leiðin lá niður eftir vesturhlíðum
Dragafjalls, vestan Ytri Lambár og þaðan til
byggða (Sigurður Bergsteinsson, 2005, bls.
33–36). Séra Einar Hjörleifsson lýsti leiðinni
einnig í sýslu- og sóknalýsingu Dvergasteins-
og Fjarðasóknar árið 1840 sem 3 mílu langri
og :„Vestdalsheiði,...[...].. er þá farið frá Vest-
dal, inn dalinn, upp heiðina hjá Vestdalvatni
og so út Gilsárdal á útbæi í Eiðaþinghá.“
(Finnur N. Karlsson, Indriði Gíslason, Páll
Pálsson, 2000, bls. 251). Niðurstaða Sig-
urðar var að „fjallkonan“ hljóti að hafa verið
á ferðalagi og lent í hremmingum sem endaði
með dauða hennar (Sigurður Bergsteinsson,
2005, bls. 36).
Upphandleggsbeinin voru að því er Sig-
urður Bergsteinsson taldi nálægt sínum upp-
runalega stað. Höfuðbein fundust nokkru ofar
en handleggsbeinin. Virtist sem konan hafi
legið með efri hluta líkamans inni í skút-
anum og að hún hafi hvílt höfuðið upp við
innsta hluta skútans. Beinin sem fundust voru
frekar illa farin og brotakennd (upphandleggs-
Mynd 4. Þríhyrningslaga skúti fjallkonunnar í grýttri urð, neðarlega á miðri mynd, fyrir ofan læk. Stöðumynd úr
flygildi, tekin í september 2016. Ljósmynd: Bjarni F. Einarsson.