Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 123

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 123
122 Múlaþing aðra og einnig til að varpa nýju ljósi á upp- gröftinn og þá gripi sem þá fundust. Þá var eitt af markmiðum verkefnisins að safna upplýs- ingum um afstöðu gripa á uppgraftarstað til að hægt yrði að búa til rýmisgreiningu þeirra og líkamsleifanna sem fundust á vettvangi björgunarrannsóknarinnar (viðaukar c og d). Vonir stóðu jafnframt til að griparannsókn og rannsókn á fiskbeinum, sem sagt var að hefðu fundust á Vestdalsheiðinni árið 2004, myndu leiða eitthvað nýtt í ljós tengt forn- leifafundinum þar. Efniviður rannsóknarinnar (gripirnir, líkamsleifarnar og frumrannsóknar- gögnin) var skoðaður með opnum huga og leitað nýrra vísbendinga sem gætu leitt til nýrrar vitneskju tengt viðfangsefninu, þar sem ein spurning leiddi til þeirrar næstu. Brjóstnælurnar Brjóstnælurnar tvær 2004-53-1 (lausafundur) (myndir 10 og 11) og 2004-53-2 (myndir 12 og 13) sem fundust hjá „fjallkonunni“ á Vest- dalsheiði eru mjög líkar en þó ekki steyptar úr sama móti. Stærð þeirra er heldur ekki alveg sú sama (stærð 1: 10,4 x 7,6 x 3,9 cm og 2: 10,5 x 7,9 x 4 cm). Þær eru úr bronsi, hnappar úr blý og pjátri, skreyttar með silfurþráðum og gylltar með blöndu kopars og gulls. Þær eru af gerð 652/654 (samkvæmt Rygh), 51 C (skv. Petersen) og undirgerð C1 (skv. Jansson). Nælurnar eru samsettar úr tveimur skjöldum. Efri skjöldurinn er gegnskorinn á þeim báðum og skreyttur með samofnum dýralíkömum og upphleyptum dýrahausum. Neðri skjöldurinn er sléttur undir efri skildinum en gripdýra- mynstur er á skrautborða á bekk eða brún skjaldarins. Á efri skildi 2004-53-1 eru fimm fastir hnappar og sjá má móta fyrir fjórum öðrum hnöppum sem hafa eyðst. Í gegnum báða skildina má sjá bronsnagla (til að festa lausu hnappana) og sjá má leifar af einum lausum hnappi til viðbótar. Lausu hnapp- arnir virðast hafa verið úr blýi, húðaðir með pjátri en finna má einnig leifar af blýi þar sem hnapparnir hafa verið. Á milli sjö hnappa er þræddur silfurvír í tígulmynstri á nælunni framanverðri. Sjá má á bakhlið nælunnar (undir neðri skildi) enda bronsnaglanna sem festa ættu lausu hnappana. Aftan á nælunni má sjá festingu fyrir prjón, sn. þorn, og hak til að læsa nælunni. Festingin er úr bronsi en prjónninn úr járni. Sjá má leifar af prjón- inum í festingunni og hakinu en hann var notaður til að festa næluna við fötin (sarpur. is, Þjms.nr. 2004-53-1). Brjóstnæla 2004- 53-1 er mun veðraðri en næla 2004-53-2. Gripur sem merktur er 2004-53-1 ½ virðist vera járnþorninn aftan af nælu 2004-53-1. Brjóstnælurnar eru af gerð R. 652/654, eins og Ole Rygh skilgreindi í bókinni Norske oldsager ordnede og forklarede (Rygh, 1885, fig. 652 og 654, sjá mynd 9) og afbrigði 51C, sem Jan Petersen skilgreindi í Vikingetidens smykker (Petersen, 1928). Ingmar Jansson flokkaði nælur af þessari gerð sem undirgerð C1 (Jansson, 1985; Sigurður Bergsteinsson, 2005, bls. 34; 2006, bls. 8-9, sarpur.is). Mynd 9. Næla nr. 652 a og b (Rygh, 1885).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.