Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Qupperneq 123
122
Múlaþing
aðra og einnig til að varpa nýju ljósi á upp-
gröftinn og þá gripi sem þá fundust. Þá var eitt
af markmiðum verkefnisins að safna upplýs-
ingum um afstöðu gripa á uppgraftarstað til
að hægt yrði að búa til rýmisgreiningu þeirra
og líkamsleifanna sem fundust á vettvangi
björgunarrannsóknarinnar (viðaukar c og d).
Vonir stóðu jafnframt til að griparannsókn
og rannsókn á fiskbeinum, sem sagt var að
hefðu fundust á Vestdalsheiðinni árið 2004,
myndu leiða eitthvað nýtt í ljós tengt forn-
leifafundinum þar. Efniviður rannsóknarinnar
(gripirnir, líkamsleifarnar og frumrannsóknar-
gögnin) var skoðaður með opnum huga og
leitað nýrra vísbendinga sem gætu leitt til
nýrrar vitneskju tengt viðfangsefninu, þar sem
ein spurning leiddi til þeirrar næstu.
Brjóstnælurnar
Brjóstnælurnar tvær 2004-53-1 (lausafundur)
(myndir 10 og 11) og 2004-53-2 (myndir 12
og 13) sem fundust hjá „fjallkonunni“ á Vest-
dalsheiði eru mjög líkar en þó ekki steyptar úr
sama móti. Stærð þeirra er heldur ekki alveg
sú sama (stærð 1: 10,4 x 7,6 x 3,9 cm og 2:
10,5 x 7,9 x 4 cm). Þær eru úr bronsi, hnappar
úr blý og pjátri, skreyttar með silfurþráðum og
gylltar með blöndu kopars og gulls. Þær eru af
gerð 652/654 (samkvæmt Rygh), 51 C (skv.
Petersen) og undirgerð C1 (skv. Jansson).
Nælurnar eru samsettar úr tveimur skjöldum.
Efri skjöldurinn er gegnskorinn á þeim báðum
og skreyttur með samofnum dýralíkömum og
upphleyptum dýrahausum. Neðri skjöldurinn
er sléttur undir efri skildinum en gripdýra-
mynstur er á skrautborða á bekk eða brún
skjaldarins. Á efri skildi 2004-53-1 eru fimm
fastir hnappar og sjá má móta fyrir fjórum
öðrum hnöppum sem hafa eyðst. Í gegnum
báða skildina má sjá bronsnagla (til að festa
lausu hnappana) og sjá má leifar af einum
lausum hnappi til viðbótar. Lausu hnapp-
arnir virðast hafa verið úr blýi, húðaðir með
pjátri en finna má einnig leifar af blýi þar sem
hnapparnir hafa verið. Á milli sjö hnappa er
þræddur silfurvír í tígulmynstri á nælunni
framanverðri. Sjá má á bakhlið nælunnar
(undir neðri skildi) enda bronsnaglanna sem
festa ættu lausu hnappana. Aftan á nælunni
má sjá festingu fyrir prjón, sn. þorn, og hak
til að læsa nælunni. Festingin er úr bronsi
en prjónninn úr járni. Sjá má leifar af prjón-
inum í festingunni og hakinu en hann var
notaður til að festa næluna við fötin (sarpur.
is, Þjms.nr. 2004-53-1). Brjóstnæla 2004-
53-1 er mun veðraðri en næla 2004-53-2.
Gripur sem merktur er 2004-53-1 ½ virðist
vera járnþorninn aftan af nælu 2004-53-1.
Brjóstnælurnar eru af gerð R. 652/654, eins
og Ole Rygh skilgreindi í bókinni Norske
oldsager ordnede og forklarede (Rygh, 1885,
fig. 652 og 654, sjá mynd 9) og afbrigði 51C,
sem Jan Petersen skilgreindi í Vikingetidens
smykker (Petersen, 1928). Ingmar Jansson
flokkaði nælur af þessari gerð sem undirgerð
C1 (Jansson, 1985; Sigurður Bergsteinsson,
2005, bls. 34; 2006, bls. 8-9, sarpur.is).
Mynd 9. Næla nr. 652 a og b (Rygh, 1885).