Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 138

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 138
137 „Sér hún hátt og vítt um veg“ - hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði. eru illa farnar. Þó sýnir mynd 32, í saman- burði við mynd 33, að efri framtennurnar „fjallkonunnar“ virðast hafa „skóflulaga“ form. Hvað merkir það að „fjallkonan“ hafi hugsanlega haft tennur með skóflulaga form? Í raun segir þetta okkur ekki neitt þar sem það væri hægt að túlka það á svo marga vegu – en þó vekur þetta upp hugleiðingar um hvort uppruni landnema gæti hafa verið annar en við höfum talið hingað til – sbr. kenningar Bergsveins Birgissonar í „Leitin að Svarta víkingnum“ um uppruna Geirmundar Heljar- skinns, Ljúfvinu móður hans og hugsanlegan uppruna hennar í Bjarmalandi (Bergsveinn Birginsson, 2016). Sýni voru tekin úr tönn „fjallkonunnar“ til að gera ísótópa- og DNA rannsóknir í sam- starfi við Íslenska erfðagreiningu. Niðurstöður DNA greininga Sigríðar Sunnu Ebenesar- dóttur þann 13. apríl 2018 voru á þá leið að það væri of lítið magn af mennsku DNA í sýninu til að hægt yrði að raðgreina DNA úr því. Því verður svarið um genafræðilegan uppruna „fjallkonunnar“ að bíða betri tíma. Aldur og uppruni Hægt er að nota niðurstöður samsætugrein- inga (e. isotope analysis) á hlutfalli δ 13C og δ 15N til að skoða mataræði (og um leið uppruna) einstaklinga sem grafnir hafa verið upp í fornleifafræðilegu samhengi. Niður- stöður samsætugreininga á δ 13C og δ 15N „fjallkonunnar“ (mynd 33) sýndu að IRMS ð 13C -19.7 ‰ og IRMS ð 15N +11.4 ‰ (Beta Analytic, 2018, bls. 1-5). Túlka má niðurstöður samsætugreininganna á þá leið að „fjallkonan“ borðaði fæði sem var blanda af sjávar- og landfæði, þ.e. líku mataræði og aðrir einstaklingar sem rannsakaðir hafa verið tengt landnámstímanum á Íslandi og fundist hafa í fornleifafræðilegu samhengi í gröfum nálægt sjó (Árný Sveinbjörnsdóttir et al, 2010 bls. bls. 682-696). Gildin IRMS ð 13C -19.7 o/oo og IRMS ð 15N +11.4 o/ oo gefa til kynna að „fjallkonan“ nærðist ekki einungis á blönduðu sjávar- og landfæði, heldur einnig af lágu hlutfalli af plöntufæði. Gildið 15N +11.4 o/oo sýnir jafnframt að „fjallkonan“ var hlutfallslega mikil kjötæta (carnivorous) og að líklega samanstóð sjávar- fangið sem hún borðaði af fiski frekar en sjávarspendýrum. Niðurstöður aldursgreininga Beta Ana- lytic með aldursleiðréttingu, sýnir 95,4% líkur (probability) (61,3%) 684–780 cal AD, (34,1%) 787–876 cal AD og 68,2% líkur (probability) (43%) 689–750 cal AD, (11,8%) 760–778 cal AD, (7,5%) 842–860 cal AD og (5,9%) 792–804 cal AD. Niðurstöður aldurs- greininga sýna því mun hærri aldur en gripa- greining gefur til kynna. Að öllum líkindum er þessi skekkja vegna hafrænna áhrifa, líkt og sjá má við aldursleiðréttingu vegna greininga á beinum frá Repton, Englandi (Jarman, 2018, bls. 183-199). Rannsóknir Philippu Ascough og félaga á Íslandi hafa sýnt að til að leiðrétta aldur í kolefnisgreiningum vegna hafrænna áhrifa þurfi að nota formúluna 106±10 á 14C (Ascough, 2011, bls. 2261-2271). Nýir endur- útreikningar sýna þessar niðurstöður: 1 sigma ranges 779-790 (8.1%) 805-893 (60.1%) 2 sigma ranges 772-907 (82.5%) 917-963 (12.9%) Það eru því nokkuð góðar líkur á að „fjall- konan“ hafi verið uppi á tímabilinu 877–963 e. Kr. Bayesian greining á dagsetningunum bendir til að hún hafi dáið á tímabilinu 877– 907 e. Kr. frekar en 917–963 e. Kr. (Smith, 2018). Þá má ljóst vera af gerðfræði brjóst- nælanna, hringnælunnar og kringlóttu nælu „fjallkonunnar“ að hún var að öllum líkindum uppi á miðri tíundu öld.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.