Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 138
137
„Sér hún hátt og vítt um veg“ - hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði.
eru illa farnar. Þó sýnir mynd 32, í saman-
burði við mynd 33, að efri framtennurnar
„fjallkonunnar“ virðast hafa „skóflulaga“
form. Hvað merkir það að „fjallkonan“ hafi
hugsanlega haft tennur með skóflulaga form?
Í raun segir þetta okkur ekki neitt þar sem það
væri hægt að túlka það á svo marga vegu – en
þó vekur þetta upp hugleiðingar um hvort
uppruni landnema gæti hafa verið annar en
við höfum talið hingað til – sbr. kenningar
Bergsveins Birgissonar í „Leitin að Svarta
víkingnum“ um uppruna Geirmundar Heljar-
skinns, Ljúfvinu móður hans og hugsanlegan
uppruna hennar í Bjarmalandi (Bergsveinn
Birginsson, 2016).
Sýni voru tekin úr tönn „fjallkonunnar“ til
að gera ísótópa- og DNA rannsóknir í sam-
starfi við Íslenska erfðagreiningu. Niðurstöður
DNA greininga Sigríðar Sunnu Ebenesar-
dóttur þann 13. apríl 2018 voru á þá leið að
það væri of lítið magn af mennsku DNA í
sýninu til að hægt yrði að raðgreina DNA
úr því. Því verður svarið um genafræðilegan
uppruna „fjallkonunnar“ að bíða betri tíma.
Aldur og uppruni
Hægt er að nota niðurstöður samsætugrein-
inga (e. isotope analysis) á hlutfalli δ 13C
og δ 15N til að skoða mataræði (og um leið
uppruna) einstaklinga sem grafnir hafa verið
upp í fornleifafræðilegu samhengi. Niður-
stöður samsætugreininga á δ 13C og δ 15N
„fjallkonunnar“ (mynd 33) sýndu að IRMS
ð 13C -19.7 ‰ og IRMS ð 15N +11.4 ‰
(Beta Analytic, 2018, bls. 1-5). Túlka má
niðurstöður samsætugreininganna á þá leið
að „fjallkonan“ borðaði fæði sem var blanda
af sjávar- og landfæði, þ.e. líku mataræði
og aðrir einstaklingar sem rannsakaðir hafa
verið tengt landnámstímanum á Íslandi og
fundist hafa í fornleifafræðilegu samhengi í
gröfum nálægt sjó (Árný Sveinbjörnsdóttir
et al, 2010 bls. bls. 682-696). Gildin IRMS
ð 13C -19.7 o/oo og IRMS ð 15N +11.4 o/
oo gefa til kynna að „fjallkonan“ nærðist
ekki einungis á blönduðu sjávar- og landfæði,
heldur einnig af lágu hlutfalli af plöntufæði.
Gildið 15N +11.4 o/oo sýnir jafnframt að
„fjallkonan“ var hlutfallslega mikil kjötæta
(carnivorous) og að líklega samanstóð sjávar-
fangið sem hún borðaði af fiski frekar en
sjávarspendýrum.
Niðurstöður aldursgreininga Beta Ana-
lytic með aldursleiðréttingu, sýnir 95,4%
líkur (probability) (61,3%) 684–780 cal AD,
(34,1%) 787–876 cal AD og 68,2% líkur
(probability) (43%) 689–750 cal AD, (11,8%)
760–778 cal AD, (7,5%) 842–860 cal AD og
(5,9%) 792–804 cal AD. Niðurstöður aldurs-
greininga sýna því mun hærri aldur en gripa-
greining gefur til kynna. Að öllum líkindum er
þessi skekkja vegna hafrænna áhrifa, líkt og
sjá má við aldursleiðréttingu vegna greininga
á beinum frá Repton, Englandi (Jarman, 2018,
bls. 183-199). Rannsóknir Philippu Ascough
og félaga á Íslandi hafa sýnt að til að leiðrétta
aldur í kolefnisgreiningum vegna hafrænna
áhrifa þurfi að nota formúluna 106±10 á 14C
(Ascough, 2011, bls. 2261-2271). Nýir endur-
útreikningar sýna þessar niðurstöður:
1 sigma ranges
779-790 (8.1%)
805-893 (60.1%)
2 sigma ranges
772-907 (82.5%)
917-963 (12.9%)
Það eru því nokkuð góðar líkur á að „fjall-
konan“ hafi verið uppi á tímabilinu 877–963
e. Kr. Bayesian greining á dagsetningunum
bendir til að hún hafi dáið á tímabilinu 877–
907 e. Kr. frekar en 917–963 e. Kr. (Smith,
2018). Þá má ljóst vera af gerðfræði brjóst-
nælanna, hringnælunnar og kringlóttu nælu
„fjallkonunnar“ að hún var að öllum líkindum
uppi á miðri tíundu öld.