Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 140

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 140
139 „Sér hún hátt og vítt um veg“ - hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði. Afstöðumynd gripa – rýmis- greining (spatial analysis) Í reit A1 fundust tennur, meint fiskbein, 4 perlur af gerð A, 15 perlur af gerð E, 18 af gerð F og 1 af gerð S (samtals 38 perlur). Í reit A2 fundust hnífur, litlir hlekkir, 11 perlur af gerð E, 51 perlur af gerð F (samtals 62 perlur). Í reit B1 fundust hringprjónn, 1 perla af gerð A, 32 perlur af gerð E, 24 perlur af gerð F, 2 perlur af gerð S (samtals 59 perlur). Í reit B2 voru 15 perlur af gerð E, 11 perlur af gerð F (samtals 26 perlur). Í reit C1 voru 10 perlur af gerð E, 3 af gerð F (samtals 13 perlur). Í reit C2 voru 2 perlur af gerð E, 3 perlur af gerð F (samtals 5 perlur). Í reit C3 voru 1 perla af gerð A, 12 perlur af gerð E, 47 perlur af gerð F (samtals 60 perlur). Reitur C6 er utan kerfis. Þar fundust lausa- fundirnir þríblaðanælan og önnur brjóst- nælan. Járnbrot fannst í læknum. Einnig fundust þar 3 perlur af gerð A, 1 perla af gerð B, 32 perlur af gerð E, 84 perlur af gerð F (samtals 84 perlur). Túlkun Líkt og Sigurður Bergsteinsson hefur bent á virðist sem „fjallkonan“ hafi legið með efri hluta líkamans inni í skútanum og að hún hafi hvílt höfuðið upp við innsta hluta skútans. Staðsetning handleggs- og höfuðbeina, sem og skartgripa og perla í reit A benda til að gripirnir séu in situ (þ.e. á upprunanlegum stað fornleifafræðilega). Flestar perlur fund- ust í reit A, þ.e. 82 talsins. Algengast er að finna perlur í fornleifafræðilegu samhengi við háls eða nálægt höfði hins látna, sem hefur verið túlkað sem svo að perlurnar hafi verið annaðhvort margar saman í hálsfesti/perlufesti eða að nokkrar perlur hafi verið festar saman sem hengiskraut (pendant) með öðrum gripum (hafi perlur „fjallkonunnar“ verið bornar í hálsfesti hefði hún verið að minnsta kosti 170 cm löng; borin á milli kúptu nælanna hefði hún verið allt sjö- til áttföld.) Ef gripir í reit A eru in situ vekur mikill fjöldi flatra steina undir og yfir gripum og líkamsleifum hugleiðingar um það hvort það gefi vísbendingar um að „fjallkonan“ hafi verið lögð til í gröf. Myndir í viðauka við ritgerðina sýna aðstæður og jarðlög á uppgraftarstað. Á myndunum sést að flata steina er að finna víða í jarðveginum, einnig sést að í skútanum var einnig talsvert magn af jarðvegi. Er hugsanlegt að lagt hefði verið grjót yfir „fjallkonuna“ og stórir, flatir steinar yfir, sem síðan hafi frostsprungið? Þó virðist ljóst að gripir „fjallkonunnar“ hafa verið á hreyfingu, m.a. vegna frosta og þýðu í grjót- skriðu, hátt uppi í fjöllum. Það má sjá á því á hve mikilli hreyfingu gripir (eins og lausa- fundirnir þríblaðanælan og brjóstnælan) og perlur hafa færst til í skútanum, til að mynda eru tennur neðar en höfuðkúpan, hnífur er langt frá handleggsbeinum og hringprjónn virðist hafa færst til. Í reit A fannst brjóstnæla 2004-53-2 undir vinstra handleggsbeini. Kringlótta nælan og önnur brjóstnælan fundust einnig á milli hand- leggsbeinanna. Rafperlan var ekki merkt í reiti en þó má sjá á ljósmyndum af vettvangi, til að mynda mynd 18, að hún hefur líklega verið í reit A. Fjórföld, silfurlit, blásin perla af gerð E (nr. 1181, sjá bls. 34 í viðauka a) var í reit A, tvær perlur af gerð A–B, 1 perla af gerð B, aðrar 35 perlur af gerð E, 40 perlur af gerð F og perlur af gerð G, T (glerhallur) og Q fundust við brjóst „fjallkonunnar“ (samtals 82 perlur). Af fjölda perla í reitum sem næstir eru reit A, þ.e. A1 (38 perlur), A2 (62 perlur), B1 (62 perlur) má draga þá ályktun að perlurnar hafi hreyfst frá upphaflegum stað í reit A. Perlurnar voru í minna magni í C1 (13 perlur) og C2 (5 perlur). Þær voru í talsvert miklu magni í reit
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.