Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 141
140
Múlaþing
C3 (60 perlur). Engar perlur né aðrir gripir
fundust í reitum C4 og C5.
Þegar dreifing perla út frá gerð í hverjum
reit er skoðuð sést að í reit A, innst í skút-
anum, eru stærstu perlurnar, þ.e. raf, B, T, G
(mósaíkperla) og Q og fjórföld perla af gerð
E sem fundust við brjóst konunnar. Perlum
af gerð E sem fundust í reit A voru silfurlitar,
gylltar, gular, vínrauðar og grænar perlur.
Perlur af gerð F sem fundust í reit A voru
grænar, fjólubláar/vínrauðar, ljósbláar, dökk-
bláar, blágrænar, dökkblágrænar, ljósgrænar
og dökkgrænar að lit. Í reitnum voru flestar
perlurnar af gerð E og F.
Í reit A1 voru flestar perlur af gerð E og
F, en einnig voru nokkrar perlur af gerð A og
ein bergkristalsperla. Í reit A2 voru einungis
tvær gerðir af perlum, þ.e. E og F. Í reit B1
voru einnig perlur af gerðum E og F, en til við-
bótar einnig tvær perlur af gerð S (hnöttóttar
bergkristalsperlur). Í reit B2, C1 og C2 voru
perlur af gerð E og F. Í reit C3 voru perlur af
E og F gerð í miklum meirihluta, en einnig
var ein perla af gerð A. Perlur í þessum reit
eru tiltölulega margar, þ.e 60 í heildina.
Afstöðumyndin sýnir skýrt hvernig
skartgripir og perlur „fjallkonunnar“ hafa
færst frá svæðinu innst í skútanum til næstu
aðliggjandi svæða. Hluti gripanna hefur síðan
færst aðliggjandi niður að læknum, þ. á m.
þyngri gripir eins og önnur brjóstnælan og
þríblaðanælan.
Í tveimur tilvikum gætir ósamræmis í birtu
efni og upplýsingum á fundapokum um tvo
gripi. Á fundapokum er hringprjóninn sagður
fundinn í reit B1, en í birtu efni um fornleifa-
fundinn er hann sagður hafa fundist við brjóst
konunnar. (þ.e. í reit A sé miðað við mynd 7).
Af mynd 92 í viðauka b) að dæma má telja
líklegt að hringprjóninn hafi fundist í reit
B1 frekar en í reit A, einnig segir svo í grein
Sigurðar sem birt var 2005. Á fundarpokum
beina stendur að þau hafi fundist í A1, en af
myndum má sjá að þau fundust í reit A.
Ríkulegir perlufundir í víkingaheiminum
Einn gripaflokkur umfram aðra ýtir undir
sérstöðu fornleifafundarins í Vestdalsheiðinni.
Það eru perlurnar og kunna þær að reynast
mikilvægastar þegar greina á kyn, félags-
lega stöðu eða hlutverk einstaklingsins sem
fannst með þeim. Þrátt fyrir að perlur finnist
nánast til jafns í víkingaaldargröfum karla
og kvenna á Íslandi getur mikið magn perla
gefið vísbendingu um það hvort um konu sé
að ræða eða ekki. Einnig eru perlur úr karl-
kumlum úr fjölbreytilegri efnum en í kven-
kumlum. Blásnar perlur finnast sjaldnar í
karlkumlum. Í karlkumlum eru álíka margar
perlur í rauðum/rauðbrúnum tónum og bláum
tónum og í kvenkumlum, en í kvenkumlum
vega bláir tónar mun þyngra og rauðbrúnar
perlur eru ekki algengar. Perlur í karlkumlum
virðast að jafnaði vera styttri en með meira
þvermál (Elín Ósk Hreiðarsdóttir, 2005a, bls.
181, Hickey, 2014, bls 36). Þá virðist eldra
fólk virðist hafa haft meiri fjölda perla sem
haugfé en yngra fólk og mismunandi sam-
setning perla (litir, skreyti, hráefni) vekur
upp spurningar um hvort ákveðin túlkun og
táknræn merking sé á bak við samsetningu
perlanna sem finnast í fornleifafræðilegu sam-
hengi (Hreiðarsdóttir, 2010, bls. 67; Elín Ósk
Hreiðarsdóttir 2005a, bls. 181). Í Eiríks sögu
rauða og Bjarnar sögu Hítdælakappa, sem
taldar eru ritaðar á 13. öld, er perlum lýst
sem gamaldags skrauti, tengt heiðni og seið-
mennsku, sem skrýtnar og „heiðnar“ konur
báru (Hreiðarsdóttir, 2010, bls. 67).
Til að reyna að greina hvers vegna „fjall-
konan“ var með svona mikinn fjölda perla er
nauðsynlegt að skoða gerðfræði perla „fjall-
konunnar“ í samanburði við gerðfræði fimm
annarra grafa í Skandinavíu frá víkingaöld.
Þegar leitað er hófanna með sambærilega
fornleifafundi í víkingaheiminum þar sem
fundist hefur mikill fjöldi perla (yfir 300) ber
fyrst niður að skoða rannsókn Johan Callmer
frá 1977: Trade Beads and Bead Trade in