Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 141

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 141
140 Múlaþing C3 (60 perlur). Engar perlur né aðrir gripir fundust í reitum C4 og C5. Þegar dreifing perla út frá gerð í hverjum reit er skoðuð sést að í reit A, innst í skút- anum, eru stærstu perlurnar, þ.e. raf, B, T, G (mósaíkperla) og Q og fjórföld perla af gerð E sem fundust við brjóst konunnar. Perlum af gerð E sem fundust í reit A voru silfurlitar, gylltar, gular, vínrauðar og grænar perlur. Perlur af gerð F sem fundust í reit A voru grænar, fjólubláar/vínrauðar, ljósbláar, dökk- bláar, blágrænar, dökkblágrænar, ljósgrænar og dökkgrænar að lit. Í reitnum voru flestar perlurnar af gerð E og F. Í reit A1 voru flestar perlur af gerð E og F, en einnig voru nokkrar perlur af gerð A og ein bergkristalsperla. Í reit A2 voru einungis tvær gerðir af perlum, þ.e. E og F. Í reit B1 voru einnig perlur af gerðum E og F, en til við- bótar einnig tvær perlur af gerð S (hnöttóttar bergkristalsperlur). Í reit B2, C1 og C2 voru perlur af gerð E og F. Í reit C3 voru perlur af E og F gerð í miklum meirihluta, en einnig var ein perla af gerð A. Perlur í þessum reit eru tiltölulega margar, þ.e 60 í heildina. Afstöðumyndin sýnir skýrt hvernig skartgripir og perlur „fjallkonunnar“ hafa færst frá svæðinu innst í skútanum til næstu aðliggjandi svæða. Hluti gripanna hefur síðan færst aðliggjandi niður að læknum, þ. á m. þyngri gripir eins og önnur brjóstnælan og þríblaðanælan. Í tveimur tilvikum gætir ósamræmis í birtu efni og upplýsingum á fundapokum um tvo gripi. Á fundapokum er hringprjóninn sagður fundinn í reit B1, en í birtu efni um fornleifa- fundinn er hann sagður hafa fundist við brjóst konunnar. (þ.e. í reit A sé miðað við mynd 7). Af mynd 92 í viðauka b) að dæma má telja líklegt að hringprjóninn hafi fundist í reit B1 frekar en í reit A, einnig segir svo í grein Sigurðar sem birt var 2005. Á fundarpokum beina stendur að þau hafi fundist í A1, en af myndum má sjá að þau fundust í reit A. Ríkulegir perlufundir í víkingaheiminum Einn gripaflokkur umfram aðra ýtir undir sérstöðu fornleifafundarins í Vestdalsheiðinni. Það eru perlurnar og kunna þær að reynast mikilvægastar þegar greina á kyn, félags- lega stöðu eða hlutverk einstaklingsins sem fannst með þeim. Þrátt fyrir að perlur finnist nánast til jafns í víkingaaldargröfum karla og kvenna á Íslandi getur mikið magn perla gefið vísbendingu um það hvort um konu sé að ræða eða ekki. Einnig eru perlur úr karl- kumlum úr fjölbreytilegri efnum en í kven- kumlum. Blásnar perlur finnast sjaldnar í karlkumlum. Í karlkumlum eru álíka margar perlur í rauðum/rauðbrúnum tónum og bláum tónum og í kvenkumlum, en í kvenkumlum vega bláir tónar mun þyngra og rauðbrúnar perlur eru ekki algengar. Perlur í karlkumlum virðast að jafnaði vera styttri en með meira þvermál (Elín Ósk Hreiðarsdóttir, 2005a, bls. 181, Hickey, 2014, bls 36). Þá virðist eldra fólk virðist hafa haft meiri fjölda perla sem haugfé en yngra fólk og mismunandi sam- setning perla (litir, skreyti, hráefni) vekur upp spurningar um hvort ákveðin túlkun og táknræn merking sé á bak við samsetningu perlanna sem finnast í fornleifafræðilegu sam- hengi (Hreiðarsdóttir, 2010, bls. 67; Elín Ósk Hreiðarsdóttir 2005a, bls. 181). Í Eiríks sögu rauða og Bjarnar sögu Hítdælakappa, sem taldar eru ritaðar á 13. öld, er perlum lýst sem gamaldags skrauti, tengt heiðni og seið- mennsku, sem skrýtnar og „heiðnar“ konur báru (Hreiðarsdóttir, 2010, bls. 67). Til að reyna að greina hvers vegna „fjall- konan“ var með svona mikinn fjölda perla er nauðsynlegt að skoða gerðfræði perla „fjall- konunnar“ í samanburði við gerðfræði fimm annarra grafa í Skandinavíu frá víkingaöld. Þegar leitað er hófanna með sambærilega fornleifafundi í víkingaheiminum þar sem fundist hefur mikill fjöldi perla (yfir 300) ber fyrst niður að skoða rannsókn Johan Callmer frá 1977: Trade Beads and Bead Trade in
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.