Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 146

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 146
145 „Sér hún hátt og vítt um veg“ - hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði. Perlur hafa einnig verið notaðar til að greina kyn í gröfum, þó að dæmi hafi einnig fundist um perlur í gröfum karlkyns einstaklinga og perlur finnast nánast til jafns í kumlum karla og kvenna á Íslandi (Hickey, 2014, bls 36, Elín Ósk Hreiðarsdóttir, 2005a, bls. 181). Einnig hafa glerperlur fundist í gröfum karlkyns einstaklinga í Bretlandi (t.d. gröf 511 að Repton), Írlandi, Svíþjóð (Gotlandi), Rússlandi (Staraya Ladoga) og Íslandi, en perlurnar eru þá fáar, ekki fleiri en þrjár (O‘Sullivan, 2015, bls 74-77). Út frá fornleifarannsóknum í Skandinavíu, til að mynda í Birka í Svíþjóð, er hægt að draga þá ályktun að konur á víkingaöld hafi klæðst tveimur til þremur lögum af fötum úr margskonar efni. Innst var oft undirkyrtill, úr hör (e. linen), eða ull og stundum skreytt með silkiborðum, með síðum ermum, stundum faldaðir í hálsinn og festir þar saman með lítilli kringlóttri nælu. Yfir kyrtlinum var oft síðerma kjóll, oft úr ull, sem náði undir handarkrika, festur með böndum á sitthvorri öxlinni, nældur saman með einni eða tveimur brjóstnælum. Klæðin voru stundum skreytt með dýraskinnum. Brjóstnælur töldu ein- kenna kvenklæðnað frá níunda og fyrsta hluta tíundu víkingaaldar. Þær voru ekki einungis til skrauts því þær gegndu því hlutverki að halda klæðnaðinum uppi. Aðrar nælur, svo sem þríblaðanælur og hringnælur, voru aðallega notaðar til að festa saman ytri klæði, svo sem sjal eða skikkju. (Bau, 1981; Ewing, 2006, bls. 26-52; Geijer, 1979; Jesch, 1991, bls. 14-18; Jesch, 2015, bls. 94-97, Hayeur Smith, 2015, bls. 26-27, 2003a bls. 253-254, Hägg, 1974). Fimm nælur fjallkonunnar (tvær brjóstnælur, kringlótt næla, þríblaðanæla og hringnæla) má því túlka sem vísbendingu um að hún hafi verið vel búin, þ.e. í undirkyrtli, kjól og með skikkju eða sjal utan yfir sig. Samkvæmt rannsókn á kvengröfum frá víkingaöld með textílleifum í Noregi hafa fundist yfir fjögur hundrað textílbútar úr unninni ull í tuttugu og fimm gröfum (Holm-Olsen, 1975, bls. 197, 204). Rannsóknir á klæðum kvenna og karla í gröfunum í Birka hafa sýnt að um 60% textíla í kvengröfum eru úr hör, restin er úr fínunninni ull. Í karlgröfum í Birka er nánast einungis að finna ullarklæði úr grófunninni ull (Ewing, 2006, bls. 35). Föt úr ull virðist því hafa verið nokkuð hefðbundinn klæðnaður á víkingaöld og kvenföt gerð úr fíngerðari efnum en karlföt. Áhugaverðar rannsóknir á brjóstnælum konu sem heygð var í Ketilsstaðakumlinu svokallaða að Litlu-Ketilsstöðum í Hjalta- staðaþinghá, Austurlandi, sýnir hvernig konur voru klæddar á víkingaöld. Konan klæddist síðri undirskyrtu eða kjól úr hör, yfir honum dökkblárri svuntu eða skokki úr ull, skreyttri að ofan með spjaldofnum borða. Að auki var hún með slá eða sjal úr ullarvaðmáli (Hayeur Smith, 2015, bls. 31-39). Sýni úr tönn kon- unnar úr Ketilsstaðakumlinu sýndi (leiðréttur aldur út frá hafrænum áhrifum) að konan hafi dáið undir lok fyrsta fjórðungs tíundu aldar, líklega á tímabilinu 915–925 e. Kr. (Smith, 2015, bls. 38-42). Þó að ekki sé hægt að segja með vissu í hvernig fötum „fjallkonan“ klæddist á sínum hinsta degi gefa skartgripir ákveðna vísbendingu um hvernig fötin gætu hafa verið. Kringlótta nælan gefur til kynna að hún gæti hafa verið í undirkyrtli, brjóstnælurnar tvær gætu bent til þess að hún hafi verið í hefðbundnum ullarkjól og þríblaðanælan og hringnælan að hún hafi verið með slá eða sjal (gæti hafa verið fest ofan á herðum). Ennfremur gefur greiningin á hári úr járn- broti sem fannst á vettvangi og er talið hafa verið úr þorni annarrar brjóstnælunnar til kynna að „fjallkonan“ hafi verið í ullarkjól. Allar perlurnar gætu hafa verið bornar sem „steinasörvi“, í sjö eða áttlaga festi á milli brjóstnælanna tveggja eða 170 cm langri hálsfesti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.