Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 150

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Síða 150
149 „Sér hún hátt og vítt um veg“ - hinsta hvíla konu frá 10. öld á Vestdalsheiði. mundar (sem var talinn rammgöldróttur) hafi komið til Íslands frá Vors í Þulunesi í Noregi, numið Seyðisfjörð og búið þar alla ævi. Hann gaf Helgu dóttur sína Áni hinum ramma. Henni fylgdi heiman öll hin nyrðri strönd Seyðisfjarðar inn til Vestdalsár (Landnámabók Íslands, 1948, bls. 271-274). Óneitanlega vakna upp hugleiðingar um hvort „fjallkonan“ sé Helga dóttir Bjólfs og landnámsmaðurinn Bjólfur sé heygður í 6 km fjarlægð? Eins freistandi og það er að draga þá ályktun að gröf „fjallkonunnar“ gæti verið skriðugröf, þá er hæpið að túlka fundarstað sem gröf þar sem engin merki finnast um manngerðan grafarumbúnað. Því verður að teljast líklegra að „fjallkonan“ hafi orðið úti eða undir skriðu. Niðurstöður og lokaorð Hér hefur verið gerð tilraun til að svara því hver uppruni „fjallkonunnar“ sem fannst í Vestdalsheiðinni árið 2004 var. Spurt var einnig hvort hún var karl eða kona og reynt að varpa ljósi á hlutverki hennar í samfélaginu. Farið var yfir tildrög þess að leifarnar fund- ust og fyrirliggjandi túlkanir á þeim raktar. Þá var öllum tiltækum gögnum um fundinn safnað saman og þau yfirfarin á ný um leið. Síð-fræðilegri nálgun var beitt við rannsókn- inna með því að fylgja ólíkum vísbendingum, þvert á skilrúm á milli faga. Sjónarhornið hefur að stóru leyti verið af raunvísindalegum toga en um leið þverfaglegt. Gripir og líkams- leifar hafa verið rannsökuð með greiningum og skoðuð með röntgenmyndum, víðsjám, skimrafeindasmásjá, tannfræðirannsóknum, ísótóparannsóknum og gripadreifing skoðuð með aðferðum rýmisgreininga, sem og var gerð tilraun til að DNA greina líkamsleif- arnar. Ennfremur voru sérfræðingar af ólíkum fagsviðum kallaðir til leiks, til að, gefa sitt álit svo að breiðari sýn myndi fást á viðfangsefnið. Loks var fundurinn skoðaður með samanburði við svipaða fornleifafundi í víkingaheiminum. Fyrsta niðurstaðan sem verður dregin hér af þessari rannsókn er að það er hugsanlegt að „fjallkonan“ hafi verið lögð í skriðugröf (urgrav). Þó eru meiri líkindi á því að fundar- staðurinn sé ekki kuml, þar sem engan mann- gerðan umbúnað var að finna á uppgraftarstað. Önnur niðurstaðan er sú að þó að gripir/ perlur „fjallkonunnar“ teljist „kvenlegir“ er ekki hægt að segja með fullri vissu um það hvort þessi einstaklingur var karlkyns eða kvenkyns. Hugsanlega er þó hægt að túlka mikinn fjölda perla sem vísbendingu um kvenkyn. Brjóstnælurnar gefa einnig ákveðna vísbendingu um kvenkyn og því má teljast líklegra að „fjallkonan“ sé kona frekar en karl. Þriðja niðurstaðan er að rannsókn á gripum sem fundust á uppgraftarstað gefa vísbendingar um að „fjallkonan“ hafi getað verið klædd í undirkyrtil, ullarkjól og skikkju. Yfir og á fötunum bar hún tvær brjóstnælur, þríblaðanælu og hringnælu. Hún hefur að öllum líkindum borið perlufesti sem á voru festar a.m.k. 526 perlur (í sjö- eða áttfaldri festi sé miðað við að þær hafi verið festar á milli brjóstnælanna) og í farangri sínum hafði hún hníf. Búnaður hennar virðist nokkuð hefðbundinn miðað við búnað kvenna á vík- ingaöld þó hann væri í ríkmannlegra lagi. Perlufjöldinn er þó óvenju mikill miðað við grafir á víkingaöld á Íslandi sem gerir forn- leifafundinn að einum ríkulegasta kvenforn- leifafundi á Íslandi. Fjórða niðurstaðan er að „fjallkonan“ var ekki fædd á Íslandi og á fyrstu sex árum ævinnar borðaði hún blöndu af sjávar- og landfæði. Framtennur „fjallkonunnar“ virðast skóflulaga, sem gæti gefið vísbendingu um að hún hefði ekki verið af hefðbundnum nor- rænum uppruna. Þó er ekki hægt að fullyrða um þá greiningu þar sem nauðsynlegt hefði verið að greina heilar tennur og rótarkerfi til að fá niðurstöðu um lag tannanna. Fimmta niðurstaðan er að þessi einstak- lingur virðist, út frá gerðfræði skartgripa og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.