Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 158

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 2020, Side 158
157 Þ Basl Um listsköpun á Seyðisfirði á fyrri hluta 20. aldar Halldór Vilhjálmsson Þau gengu snemma dags út eftir Háu- bökkum á leið út á Vestdalseyri, héldu á burðarnetum með skissublokk, kross- viðarspjöldum, litlum flötum kössum með olíulitum, höfðu líka meðferðis strigabúta, pensla og palettur. Það var síðsumarssól hátt á lofti, himinninn heiðskír og fremur hlýtt í veðri þrátt fyrir örlitla utangolu. Árið var 1933. Listmálararnir Gunnlaugur Scheving og kona hans Grete Linck voru þennan dag sem oftar á leið í vinnuna. Úti á Vestdalseyri klifu þau brekkuna upp á Hjalla, þaðan sést vel út fjörðinn, Seyðisfjarðarflóa og allt út í hafsauga; Brimnes að norðanverðu Skálanes sunnan megin. Þau fundu sér hentugan stað uppi á Hjalla til að setjast niður og hefjast handa við að vinna úr því sem augað sá: sjór- inn virtist sem bráðið silfur á að líta, snar- brött fjöllin spegluðust í lognkyrrum sænum, eitt og eitt fiskiskip sigldi framhjá á leið á miðin. Slíkir sumardagar eru ekki sjaldgæfir á Seyðisfirði. Málararnir gerðu fyrst allmargar skissur af firðinum, af þorpinu á Vestdalseyri fyrir neðan og af sérkennilegum klettamynd- unum við Vestdalsá og upp við Foss. Þau kíktu með pírðum augum á myndefnið, mældu fjarlægðir með útglenntum fingrum, tóku inn á sig litbrigði náttúrunnar og reyndu að finna nokkra tilsvörun í litakössunum. Þau voru að lengi dags. „Ég man vel eftir því þegar þessi mynd var máluð,“ sagði Grete Linck þegar hún dvaldi í Fellabæ um 50 árum síðar og virti fyrir sér málverkið frá Seyðisfirði. „Gunn- laugur lauk við að mála myndina þarna uppi í Vestdal. Ég málaði líka sama mótív þennan dag. Þegar við svo héldum sýningu á ca. 20 málverkum á Seyðisfirði skömmu síðar voru þessar fjarðarmyndir þar með. Mín mynd seldist ekki.“ Gunnlaugur og Grete höfðu kynnst þegar þau voru við nám í Konunglegu listaakademí- unni í Kaupmannahöfn á árunum 1926–1930. Þau giftust á Seyðisfirði 1932 og settust að í bænum sem starfandi listmálarar. Efnahagur þeirra var ekki beysinn; þau tóku á leigu litla íbúð utarlega í kaupstaðnum. Á Seyðisfirði bjuggu þau í fjögur ár við heldur þröngan kost, fluttu til Reykjavíkur 1936 en bjuggu þar þó aðeins í rúm tvö ár saman.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.