Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1983, Side 42

Andvari - 01.01.1983, Side 42
40 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVAKl heill heilsu og sjálfum mér líkur; er nú búinn að gleyma miklu af því litla ég kunni í theologicis, en hefi í þess staS fengið skarðið uppbætt af Xenophon og Homer. Oftar hefi ég litið í Eddu eða einhvörja íslenzka sögu en í biblíuna eða patres ecclesiasticos.“ I bréfi til Rasmusar Rasks 7. ágúst 1823 segir hann, að hann hafi eftir heimkomuna fengizt við vísnaskýringar sér „til skemmtunar á sumrin“, og tók þá til að búa sér „til dálitla orðbók yfir vísurnar í Snorra-Eddu og sumum prentuðum sögum“, en sá mjói vísir varð smám saman að orðabókinni miklu, Lexicon poéticum, er hann lauk við 1846, þótt ekki yrði hún prentuð fyrr en eftir hans dag 1854-60, en Sveinbjörn dó sumarið 1852. Sveinbjörn lagði drjúgan skerf til útgáfu Fornmannasagnanna svonefndu, er prentaðar voru í 12 bindum á tímabilinu 1825-37, en fyrstu þrjú bindin voru prentuð að mestu eftir uppskrift hans af Ólafs sögu Tryggvasonar í AM 61 foh, er hann vann við að loknu námi og kallaði sem fyrr segir dægrastytt- ingu. í 12. bindinu átti hann nær 3/4 hluta, en í því voru m. a. vísnaskýringar, efnisskrá og orðatíningur úr öllu verkinu. Sveinbjörn sneri á sama skeiði nær 11 bindum Fornmannasagna á latínu, og komu þau út á árunum 1828-42. Má nærri geta, hve sjóaður hann hefur orðið í fornmálinu, bæði hinu bundna og óbundna. En þeirrar kunnáttu sér hvergi jafn skemmtilega stað og í Hómersþýðingum hans bæði í bundnu máli og óbundnu, verki, er fylgdi hon- um frá því er hann hóf grískukennslu á Bessastöðum haustið 1819, unz hann andaðist, sem fyrr segir, sumarið 1852, 61 árs að aldri. En allra síðasta við- fangsefni hans var þýðing Odysseifskviðu í bundnu máli, er honum auðnaðist ekki að ljúka, átti eftir örfáar kviður. Hann hafði snemma snúið um 1/6 Ilíons- kviðu í Ijóð, en báðum kviðunum í óbundið mál, og var Odysseifskviða prentuð í boðsritum Bessastaðaskóla á árunum 1829-40, en Ilíonskviða þremur árum eftir andlát hans, 1855. í doktorsritgerð minni 1960 um Hómersþýðingar Sveinbjarnar Egilssonar fjallaði lengsti kaflinn um fornmálsáhrif á þýðingar hans. Skáldið Benedikt Gröndal, sonur Sveinbjarnar, er einnig var góður grísku- maður, lauk við Odysseifskviðu föður síns, er síðan var gefin út í Kaupmanna- höfn 1854. Hann sneri raunar einnig Ilíonskviðu í ljóð, en einungis helmingur þýðingarinnar komst á prent. I óprentuðu formálsbroti fyrir þýðingunni ræðir hann, hvers vegna sér þyki íslenzkar Hómersþýðingar bera af erlendum þýð- ingum kvæðanna: „Er það engi föðurlandsást, er knýr oss til að lofa íslenzku útlegginguna fremur öðrum, og ekki er það heldur af því, að vér þykjumst af því, að vér höf- um átt nokkurn þátt í útgáfu bókar þessarar, heldur er það af því, að hin forna íslenzka tunga á í rauninni bezt við slík ljóðmæli. Engin þjóð í Norður- álfunni hefir því að fagna, sem vér eigum, því að mál vort er enn svo lítið breytt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.